SUOMI-félagið efnir til bókmenntakvölds í Norræna húsinu annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 19.
SUOMI-félagið efnir til bókmenntakvölds í Norræna húsinu annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 19.

Þar mun Pia-Maria Kallio frá háskólanum í Åbo í Finnlandi, sem nú er gestur Háskóla Íslands og vinnur að doktorsriti um áhrif Elíasar Lönnrots á sænska þjóðmenningu, flytja erindi um það efni. Þá talar Aðalsteinn Davíðsson cand. mag. um finnska rithöfundinn Aleksis Kivi, en þýðing Aðalsteins á þekktustu skáldsögu hans, Sjö bræðrum, er að koma út um þessar mundir. Finnski lektorinn, Sari Päivärinne, kynnir fyrirlesarana.

Kaffistofa Norræna hússins verður opin og geta áheyrendur spjallað þar saman yfir kaffibolla auk þess að hlýða á gesti kvöldsins.

Kvöldfagnaður Suomi-félagsins í tilefni af þjóðhátíðardegi Finnlands verður haldinn í Norræna húsinu 2. desember nk.