Í dag er miðvikudagur 15. nóvember, 320. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Því að náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum.

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Selfoss kemur og fer í dag. Bakkafoss kemur í dag, Dettifoss fer í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss fer í dag.

Fréttir

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvallagötu 48. Flóamarkaður og fataúthlutun. Opið frá kl. 14-17.

Mannamót

Aflagrandi 40. Kl. 8.45 leikfimi, kl. 10.15 Búnaðarbankinn, farið verður á Listasafn Íslands að sjá yfirlitssýningu á verkum Þórarins B. Þorlákssonar fimmtud. 16. nóv., lagt af stað frá Aflagranda kl. 14. Skráning í s.562-2571.

Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-16.30 klippimyndir, útsaumur o.fl., kl. 13 smíðastofan opin og spilað, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar.

Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8-13 hárgreiðsla, kl. 8-12.30 böðun, kl. 9-12 vefnaður, kl. 9-16 handavinna og fótaaðgerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefnaður.

Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 hárgreiðslustofan og handavinnustofan opnar, kl. 13 opin handavinnustofan.

Félag eldri borgara , Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15-16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl 16.30-18.

Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrjendur.

Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Ferð í Þjóðleikhúsið að sjá Kirsuberjagarðinn 18. nóv., pantið miða í Kirkjulundi s. 565-6622. Spilakvöld verður 16. nóvember kl. 19.30 í boði UMF Stjörnunnar í Stjörnuheimilinu. Rútuferðir samkvæmt áætlun.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli. Myndmennt kl. 13. Pílukast og frjáls spilamennska kl. 13.30. Í fyrramálið er púttæfing í Bæjarútgerðinni kl. 10-12. Á morgun veður opið hús kl. 14. Eldri skátar sjá um skemmtidagskrá.

Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði í Glæsibæ í dag kl. 10. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Línudanskennsla fellur niður í kvöld. Bláa lónið og Þingvallaleið bjóða eldri borgurum að heimsækja Bláa lónið á hálfvirði (ferð og aðgangur). Fyrsta ferð verður næstkomandi fimmtudag kl. 13.30. Náð verður í fólkið á tveim stöðum í Reykjavík við Íþróttahöllina í Laugardal og við Hlemm. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra tekur á móti hópnum við komuna í Bláa lónið. Síðasti fræðslufundurinn á haustönn undir yfirskriftinni "Heilsa og hamingja á efri árum"verður laugard. 18. nóv. kl. 13.30. Fræðslufundirnir verða í Ásgarði Glæsibæ, félagsheimili Félags eldri borgara. Allir velkomnir.

Gerðuberg , félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar hjá Helgu Þórarinsdóttur, kl. 11.20 "Kynslóðirnar mætast 2000", börn úr Ölduselsskóla í heimsókn, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 Tónhornið. Sunnud. 19. nóv. syngur Gerðubergskórinn við guðsþjónustu í Kópavogskirkju kl. 14, prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.

Gjábakki , Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10-17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb og tréskurður.

Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Fótaaðgerðastofan er opin kl. 10-16. miðviku-, fimmtu- og föstudaga. Leikfimi kl. 9 og 10, vefnaður kl. 9, keramikmálun kl. 13, enska kl. 13.30.

Hraunbær 105. Kl. 9-16.30 bútasaumur, kl. 9-12 útskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids.

Hæðargarður 31. Kl. 9 opin vinnustofa, og fótaaðgerð, kl. 13 böðun.

Hvassaleiti 58-60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, keramik, tau, og silkimálun og jóga, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 15 teiknun og málun.

Norðurbrún 1. Kl. 9-16 fótaaðgerðarstofan opin, kl. 9-12.30 útskurður, kl. 9-16.45 handavinnustofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13-13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun.

Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 aðstoð við böðun, myndlistarkennsla og postulínsmálun, kl. 13-16 myndlistarkennsla og postulínsmálun, kl. 13-14 spurt og spjallað. Glerskurður hefst í dag kl. 13-16, leiðbeinandi Sigurdís. Fimmtudaginn 16. nóvember kl. 10.30 er fyrirbænastund í umsjón sr. Jakobs Ágústs Hjálmarssonar Dómkirkjuprests. Allir velkomnir.

Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund og fótaaðgerðir, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð.

Korpúlfarnir , eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun fimmtud. kl. 10 í Keilusalnum í Mjódd. Spiluð keila, spjallað, kaffi. Allir velkomnir. Upplýsingar veitir Ingibjörg Sigurþórsdóttir í s. 545-4500.

Háteigskirkja. Opið hús í dag fyrir 60 ára og eldri í safnaðarheimili Háteigskirkju frá kl. 10-16. Kl. 10-11 morgunstund með Þórdísi, kl 11-16 samverustund, ýmislegt á prjónunum. Súpa og brauð í hádeginu, kaffi og meðlæti kl. 15. Ath. takið með ykkur handavinnu og inniskó. Vonumst til að sjá sem flesta. Gengið inn Viðeyjarmegin. Á morgun kl. 10 foreldramorgunn, kl. 16-17.30 bros og bleijur fyrir foreldra um og undir tvítugt.

Bústaðarkirkja , starf aldraðra, miðvikudaga kl. 13-16.30 spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi.

Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, Hátúni 12. Í kvöld kl. 19.30 félagsvist.

ITC-deildin Fífa. Fundur í kvöld í Hjallakirkju Álfaheiði 17, Kópavogi (ath! Fífa hefur flutt sig í nýtt húsnæði), kl. 20.15. Gestir velkomnir.

Kvenfélag Kópavogs , fundur verður fimmtud. 16. nóv. kl. 20.30 í Hamraborg 10, Vörukynning.

ITC-deildin Korpa, Mosfellsbæ, heldur fund í kvöld kl. 20 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, Mosfellsbæ. Allir velkomnir. Upplýsingar gefur Aðalheiður s. 566-6552.

Hana-nú, Kópavogi . Fundur í Bókmenntaklúbbi Hana-nú í kvöld kl. 20 á Lesstofu Bókasafns Kópavogs. Síðustu forvöð að fá miða á Vínarhljómleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í janúar árið 2001. Upplýsingar í Gjábakka í s. 554-3400 eða Gullsmára s. 564-5260.

Kvenfélagið Aldan. Fundur verður í kvöld miðvikudag kl. 20.30 í Borgartúni 18. 3. hæð. Blúndur og gamanmál.

Breiðfirðingafélagið , söngur. Í kvöld verður Breiðfirðingakórinn með söngdagskrá sem hefst kl. 20.30 í Breiðfirðingabúð. Kaffiveitingar.

Hallgrímskirkja , eldri borgarar. Opið hús í dag kl. 14-16. Gestir eru Ólafur Elíasson píanóleikari, Þórunn Árnadóttir og Arngrímur Eiríksson. Bílferð fyrir þá sem þess óska. Uppl. veitir Dagbjört í s. 510-1034.

(Tít. 2, 11.)