MIKILL fjöldi fólks hyllti minningu Ingiríðar drottingarmóður í Danmörku en hún var jarðsett í dómkirkjunni í Hróarskeldu í gær. Hún var kvödd við hátíðlega athöfn í kirkju Kristjánsborgarhallar um morguninn.
MIKILL fjöldi fólks hyllti minningu Ingiríðar drottingarmóður í Danmörku en hún var jarðsett í dómkirkjunni í Hróarskeldu í gær. Hún var kvödd við hátíðlega athöfn í kirkju Kristjánsborgarhallar um morguninn. Síðan ók líkfylgdin um götur Kaupmannahafnar að Aðaljárnbrautarstöðinni en þaðan var haldið til Hróarskeldu þar sem konungar og drottningar landsins eru að jafnaði jarðsett. Lestin var látin aka hægar yfir Sjáland en gert hafði verið ráð fyrir til að fjöldi fólks sem víða hafði safnast saman við teinana gæti kvatt drottningarmóðurina. Stöðvarhúsið í Hróarskeldu var að nokkru hulið svörtu klæði og skreytt haustblómum.

Fjöldi þjóðhöfðingja, þ. á m. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vottaði Ingiríði virðingu sína í Hróarskeldu og sést hann ofarlega til vinstri á myndinni.