FULLTRÚAR Breiðholtsskóla og Rimaskóla sigruðu í undankeppni í Skrekk 2000, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, í gærkvöld.
FULLTRÚAR Breiðholtsskóla og Rimaskóla sigruðu í undankeppni í Skrekk 2000, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, í gærkvöld. Fimm aðrir skólar tóku þátt í þessum riðli keppninnar en í fyrrakvöld báru Hvassaleitisskóli og Hlíðaskóli sigur úr býtum í sínum riðli.