Geir Gunnlaugsson
Geir Gunnlaugsson
Geir Gunnlaugsson fæddist 24. maí 1951 í Gautaborg í Svíþjóð. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971 og læknapróf frá Háskóla Íslands 1978.

Geir Gunnlaugsson fæddist 24. maí 1951 í Gautaborg í Svíþjóð. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971 og læknapróf frá Háskóla Íslands 1978. Hann stundaði framhaldsnám og störf í barnalækningum í St Jöran Karolinska barnsjukhuset í Stokkhólmi á árunum 1985 til 1993. Hann hefur starfað við sérgrein sína síðan 1990. Á árabilunum 1982 til 1985 og einnig árin 1993 og 1998 starfaði hann við læknisstörf í Gíneu-Bissá. Nú er hann yfirlækni Miðstöðvar heilsuverndar barna. Geir er kvæntur Jónínu Einarsdóttur mannfræðingi og eiga þau þrjá stráka.

Geir Gunnlaugsson fæddist 24. maí 1951 í Gautaborg í Svíþjóð. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971 og læknapróf frá Háskóla Íslands 1978. Hann stundaði framhaldsnám og störf í barnalækningum í St Jöran Karolinska barnsjukhuset í Stokkhólmi á árunum 1985 til 1993. Hann hefur starfað við sérgrein sína síðan 1990. Á árabilunum 1982 til 1985 og einnig árin 1993 og 1998 starfaði hann við læknisstörf í Gíneu-Bissá. Nú er hann yfirlækni Miðstöðvar heilsuverndar barna. Geir er kvæntur Jónínu Einarsdóttur mannfræðingi og eiga þau þrjá stráka.

Haustráðstefna Miðstöðvar heilsuverndar barna verður haldin á föstudag á Grand Hóteli í Reykjavík og hefst klukkan 9. "Í þetta sinn ætlum við að fjalla um skimun í ung- og smábarnavernd," sagði Geir Gunnlaugsson yfirlæknir. "Við ætlum að skoða sérstaklega EFI-málþroskaskimun og reynslu af henni í ung- og smábarnavernd?

-Hvað er EFI?

"Nafnið er skammstöfun dregin af nafni þeirra þriggja einstaklinga sem hönnuðu og stöðluðu prófið, Elmari Þórðarsyni, Friðriki Rúnari Guðmundssyni og Ingibjörgu Símonardóttur. Þessu prófi er ætlað að meta málþroska þriggja og hálfs árs gamalla barna og ef grunur vaknar um frávik að leita lausnar á þeim. Samkvæmt tilmælum landlæknis hefur þetta próf frá sl. áramótum verið lagt fyrir börn þriggja og hálfs árs gömul með sex vikna fráviki fyrir eða eftir þann tíma. Við ætlum að ræða framkvæmd prófsins og reynsluna af því. Munum við kynna niðurstöður á athugun sem farið hefur fram á nokkrum heilsugæslustöðvum í Reykjavík og nágrenni."

-Hvaða fleiri skimunartæki en EFI eru notuð í þessum aldurshópi?

"Auk málþroskaskimunar eru framkvæmd sjónpróf, þrýstimæling á eyrum er gerð, við athugum einnig hreyfiþroska barna og almennan þroska þeirra að öðru leyti. Á ráðstefnunni ætlum við að ræða um nýtt mælitæki sem er notað í vaxandi mæli á Norðurlöndum, sem skimar fyrir heyrn nýfæddra barna. Þetta tæki er ekki í almennri notkun hér á landi og fjallað verður um hvort ástæða sé til að taka upp slíka skimun á heyrn hjá öllum nýfæddum börnum á landinu. Öll skimun sem fer fram hefur jákvæðar og neikvæðar hliðar, sem vekur upp siðfræðilegar spurningar um forsendur og framkvæmd skimunar. Við höfum fengið heimspekinginn Sigurð Kristinsson frá Háskólanum á Akureyri til að ræða þetta efni við okkur á ráðstefnunni. Að auki munum ræða um vaxtarlínurit sem hafa verið unnin á grundvelli mælinga á íslenskum börnum og notkun slíkra línurita á fyrirburum. Loks rekjum við reynslusögur úr hinu daglega starfi."

-Eru önnur skimunarpróf notuð fyrir unglinga en fullorðið fólk?

"Ég þekki ekki neitt sérstakt próf sem notað er skipulega fyrir unglinga en hjá fullorðnum eru margar slíkar, t.d. krabbameinsleit hjá konum og körlum. Einnig er um að ræða handahófskenndari skimun, t.d. blóðþrýstingsmælingar eða skimun á þéttni beina, sem er nýlega farið að bjóða upp á. Það er markmið skimunar í ung- og smábörnum að hún nái til allra barna sem fæðast í landinu, það er grundvallaratriði og eins það að gæði hennar séu alls staðar þau sömu. Þess má geta að í gangi er vinna hópa innan heilsugæslunnar að þróa skimunartæki fyrir fæðingarþunglyndi sem sem sumar konur þjást af, eða um 10% kvenna."

-Hvenær tók Miðstöð heilsuverndar barna til starfa?

"Miðstöð heilsuverndar barna var áður barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur sem hefur verið til húsa í Heilsuverndarstöðinni frá 1953. Í samræmi við þróun heilsugæslunnar var á síðustu haustráðstefnu gefin út yfirlýsing af hálfu heilbrigðisráðuneytisins um að barnadeildin fengi það hlutverk að vera Miðstöð heilsuverndar barna á landinu. Sem slík á hún að vera bakhjarl heilsugæslunnar varðandi framkvæmd ung- og smábarnaverndar í landinu og ráðgefandi fyrir landlæknisembættið og stjórnvöld um málefni tengd henni."

-Er ung- og smábarnavernd á Íslandi í eins góðu formi og best gerist erlendis?

"Það er óhætt að fullyrða að svo sé. Hún hefur verið rekin af miklum krafti um áratugi og haldið vel í við þróunina ef sagan er skoðuð. Sem dæmi getum við nefnt bólusetningar þar sem þátttaka hefur alla tíð verið mjög almenn og með því besta sem þekkist í heiminum."

-Stendur til að bólusetja börn fyrir heilahimnubólgu almennt?

"Frá sl. áramótum störfum við samkvæmt nýrri bólusetningaráætlun og stöðugar umræður eru um notkun nýrra bóluefna við t.d. heilahimnabólgu."

-Hvað hefur komið út úr þessum skimunum sem þið framkvæmið á þriggja og hálfs árs börnum?

"Ég hef ekki nákvæmar tölur en um 10 til 15% barna er vísað til sérfræðinga vegna sjóngalla, við sjáum að af þeim börnum sem hafa farið í EFI-próf eru um 12% sem fara í frekari athugun. "

-Hver er ykkar tilfinning fyrir umönnun ungra barna hér á landi?

"Ég tel að almenn umönnun barna sem koma í ung- og smábarnavernd sé góð. Enginn vafi er á að börnum hér er vel sinnt og flest þeirra ef ekki öll virðast velkomin í heiminn.