ÚT er komin skáldsagan Lestir undir smásjá eftir tékkneska rithöfundinn Bohumil Hrabal í þýðingu Baldur Sigurðssonar . Í fréttatilkynningu segir: "Það er ábyrgðarhluti að stjórna umferðinni á litlu járnbrautarstöðini fyrir utan Prag.
ÚT er komin skáldsagan Lestir undir smásjá eftir tékkneska rithöfundinn Bohumil Hrabal í þýðingu Baldur Sigurðssonar .

Í fréttatilkynningu segir: "Það er ábyrgðarhluti að stjórna umferðinni á litlu járnbrautarstöðini fyrir utan Prag. Hersveitir Þriðja ríkisins streyma í gegn. Byssur gelta og dúfur berjast um húsþökin á æðisgengnum flótta. En annað og fleira sækir á huga Milos, hins unga brautarvarðar. Á vaxbornum sófa stöðvarstjórans vakna áður ókunnar tilfinningar og fýsnir.

Tékkneski höfundurinn Bohumil Hrabal dregur hér upp eftirminnilega mynd úr seinni heimsstyrjöldinni. Ógn og átök halda eðlilegu lífi í heljargreipum en ekkert fær slökkt mannlegar tilfinningar. Lýsingar Hrabals eru óviðjafnanlega seiðandi og hlaðnar glettni og sálrænu innsæi."

Útgefandi er bókaforlagið Bjartur. Bókin er prentuð í prentsmiðjunni Odda hf., 124 bls. Kápugerð annaðist Snæbjörn Arngrímsson. Verð: 3.280 krónur.