ÞAÐ ER ekki eftir neinu að bíða og því flýgur söngfuglinn Selma beint inn á listann með aðra plötu sína, "Life won't wait", og lendir í þrettánda sæti. Á plötunni má m.a.

ÞAÐ ER ekki eftir neinu að bíða og því flýgur söngfuglinn Selma beint inn á listann með aðra plötu sína, "Life won't wait", og lendir í þrettánda sæti.

Á plötunni má m.a. finna þau tvö lög sem hafa verið að óma á öldum ljósvakans upp á síðkastið, en það eru lögin "What could i do?" og dúettinn "Lame Excuse" sem hún syngur með Stefáni Hilmarssyni. Einnig breiðir hún arma sína yfir tökulagið "It´s only love" sem Simply Red gerðu vinsælt hér um árið.