30. desember 2000 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Kristín Árnadóttir ráðin

Kristín A. Árnadóttir
Kristín A. Árnadóttir
BORGARRÁÐ samþykkti í gær með fjórum samhljóða atkvæðum að ráða Kristínu A. Árnadóttur, aðstoðarkonu borgarstjóra, í stöðu framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs Reykjavíkurborgar. Starfið var auglýst laust til umsóknar 10. desember sl.
BORGARRÁÐ samþykkti í gær með fjórum samhljóða atkvæðum að ráða Kristínu A. Árnadóttur, aðstoðarkonu borgarstjóra, í stöðu framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs Reykjavíkurborgar.

Starfið var auglýst laust til umsóknar 10. desember sl. og bárust fimm umsóknir. Sérstakur hópur skipaður þeim Magnúsi Haraldssyni, ráðgjafa hjá Mannafli, Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Ómari Einarssyni, framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, fór yfir tillögurnar og gerði tillögu um að Kristín yrði ráðin og var það síðan samþykkt í borgarráði í gær.

Fjórir aðrir sóttu um stöðuna

Aðrir umsækjendur um stöðuna voru Bjarni Frímann Karlsson, Björg Kjartansdóttir, Jakobína Ólafsdóttir og Valgerður Þ. E. Guðjónsdóttir.

Jón Björnsson hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs um fimm ára skeið, en hann hverfur nú til annarra starfa.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.