Svartur á leik.
Svartur á leik.
Staðan kom upp á alþjóðlegu skákmóti í Merida í Mexíkó er lauk fyrir stuttu. Eini stórmeistari Mexíkó, Gilberto Hernandez (2572) stýrði svörtu mönnunum gegn systur sinni Yadiru Hernandez (2207 ). 25. ...Bh3! 26.

Staðan kom upp á alþjóðlegu skákmóti í Merida í Mexíkó er lauk fyrir stuttu. Eini stórmeistari Mexíkó, Gilberto Hernandez (2572) stýrði svörtu mönnunum gegn systur sinni Yadiru Hernandez (2207 ). 25. ...Bh3! 26. gxh3 Df3 og hvítur gafst upp enda stutt í mátið. T.d. eftir 27. Dd7 Dh1+ 28. Rg1 Hxg1+ er fokið í flest skjól. Skákþing Reykjavíkur hefst kl. 14.00 í dag, 7. janúar 2001. Keppnin fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Tefldar verða 11 umferðir og verður telft þrisvar í viku eins og hefðbundið er, á sunnudögum, miðvikudags- og föstudagskvöldum. Mótinu lýkur 2. febrúar og eru ýmis verðlaun í boði eins og vanalega. Atkvöld Hellis verður haldið kl. 20.00 8. janúar í félagsheimili þess, Þönglabakka 1 í Mjódd. Ljúffeng verðlaun í boði!