LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að umferðarslysi á Reykjanesbraut í Garðabæ, sunnan Vífilsstaða þriðjudaginn 2. janúar sl., klukkan 13.04.

LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að umferðarslysi á Reykjanesbraut í Garðabæ, sunnan Vífilsstaða þriðjudaginn 2. janúar sl., klukkan 13.04.

Árekstur varð milli fólksbifreiðar og vöruflutningabíls með þeim afleiðingum að tæplega sextugur karlmaður lést. Þeir sem geta veitt upplýsingar um slysið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Hafnarfirði.