FJÖLMIÐLAR greindu nú fyrir hátíðina frá því, að vegna hryðjuverka og ofbeldis að undanförnu yrðu færri á ferð í Betlehem um þessi jól en á fyrra ári, þá er kristnir íbúar bæjarins minntust að 2000 ár voru þá liðin frá fæðingu barnsins, er það var lagt í...

FJÖLMIÐLAR greindu nú fyrir hátíðina frá því, að vegna hryðjuverka og ofbeldis að undanförnu yrðu færri á ferð í Betlehem um þessi jól en á fyrra ári, þá er kristnir íbúar bæjarins minntust að 2000 ár voru þá liðin frá fæðingu barnsins, er það var lagt í jötu og gefið nafnið Jesús.

Íbúar þarna í þessum nú hrjáða bæ vita hvað þeir eru að segja og gera í þessum efnum, þótt ýmsir ruglukollar hér heima á Fróni séu enn að bíða eftir alda- og árþúsundamótum. Kannski vitrast einhverjir þeirra nú við þessa fregn frá Betlehem? Vonandi, því nú er senn eitt ár liðið af 21. öldinni.Megi hún verða okkur jarðarbúum friðsamari og minna blóðug en hin liðna 20. öld.

Rakel.

Ég mótmæli

KONA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri mótmælum vegna lokun Pósthússins í Kringlunni. Ég skil ekkert í því að enginn skuli hafa látið í sér heyra vegna þessa. Þetta er skelfileg ráðstöfun hjá póstinum að loka þessu útibúi. Ég mótmæli harðlega.

Kemur barnið þitt niður á prikinu?

KONA hafði samband við Velvakanda og vildi benda á frábæra grein í Bréfi til blaðsins í Morgunblaðinu 29. desember sl. Greinin heitir "Kemur barnið þitt niður á prikinu?" eftir Jóhann Guðna Reynisson. Þessi grein er mjög vel orðuð og nær til manns.

Ósátt við póst- þjónustuna

BRYNDÍS hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri, að hún væri mjög ósátt við póstþjónustuna eftir að hún varð einkavædd. Nú er ekki lengur hægt að taka númer og fá sér sæti meðan beðið er eftir afgreiðslu. Nú standa allir í röð, fólk með pinkla og pjönkur. Þetta er afturför.

Skerðing tekju- tryggingar

MÉR finnst ekki rétt að það sé bara löguð skerðing hjá þeim sem eiga maka. Það þarf líka að hugsa um þá sem eru einir, þeir eru margir með skerta tekjutryggingu, til dæmis vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Ég hef verið ekkja frá 1977 og þurfti ekki á greiðslum örorkubóta að halda á meðan maðurinn minn var á lífi, en eftir að hann lést fékk ég bætur. Það mætti alveg lagfæra greiðslur til okkar sem erum ein og höfum enga fyrirvinnu. Stór hluti eru aldraðir, öryrkjar og fólk sem er eitt. Þetta er óréttlátt fyrirkomulag.

Bryndís.

Morgan-kápa tekin í misgripum

SVÖRT Morgan-kápa var tekin í misgripum á Astro, föstudaginn 29. desember sl. Vinsamlegast hafið samband í síma 869-3368.

Nett kvenúr tapaðist

NETT kvenúr, gull- og silfurlitað, tapaðist í Mjódd í Breiðholti eða í miðbæ Reykjavíkur, miðvikudaginn 3. janúar sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 557-6927.

Brúnir leður- hanskar töpuðust

BRÚNIR leðurhanskar töpuðust rétt fyrir jólin, sennilega við Kringluna. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 552-1024.

Regnhlífakerra í óskilum

REGNHLÍFAKERRA var skilin eftir inni í versluninni Liverpool dagana fyrir jól. Upplýsingar í síma 551-1135.

Bók í óskilum

FYRIR jólin gleymdist innpökkuð bók í versluninni Fröken Reykjavík á Lækjartorgi. Upplýsingar í síma 552-2561.

Skautar í óskilum

SKAUTAR, rauðir og svartir, fundust á Tjörninni aðfaranótt 31. desember. Upplýsingar í síma 895-1711.

Lyklar í óskilum

LYKLAKIPPA með tólf lyklum fannst á Týsgötu nærri Skólavörustíg, 28. desember sl. Lyklanna er hægt að vitja hjá Húsasmiðjunni, Ármúla 18, í afgreiðslu lyklasmiðjunnar.