TÖLVUFYRIRTÆKI og lögreglan hafa haft samstarf um að rekja stolnar tölvur sem að sögn lögreglu skilar æ betri árangri. Á föstudag leitaði ungur maður til tölvufyrirtækis í Reykjavík og óskaði eftir forriti í fartölvu.
TÖLVUFYRIRTÆKI og lögreglan hafa haft samstarf um að rekja stolnar tölvur sem að sögn lögreglu skilar æ betri árangri.
Á föstudag leitaði ungur maður til tölvufyrirtækis í Reykjavík og óskaði eftir forriti í fartölvu. Starfsmaður fyrirtækisins áttaði sig á að um var að ræða aðra af tveimur slíkum fartölvum sem seldar hafa verið hér á landi. Hann hafði samband við eigandann sem uppgötvaði þá að tölvunni hafði verið stolið frá honum kvöldið áður. Eigandinn tilkynnti málið til lögreglu, sem hafði þegar uppi á unga manninum og tölvan kom í leitirnar.