SEÐLABANKI Bandaríkjanna lækkaði mikilvæga skammtímavexti á miðvikudag um hálft prósentustig, eða úr 6,5% í 6%. Bankinn gaf ennfremur til kynna að hann væri tilbúinn að lækka vextina enn meira til að hamla gegn afturkipp í efnahagslífinu.

SEÐLABANKI Bandaríkjanna lækkaði mikilvæga skammtímavexti á miðvikudag um hálft prósentustig, eða úr 6,5% í 6%. Bankinn gaf ennfremur til kynna að hann væri tilbúinn að lækka vextina enn meira til að hamla gegn afturkipp í efnahagslífinu.

RANNSÓKNIR á 20 grískum hermönnum og fréttamönnum sem störfuðu í Kosovo benda til þess að þeir hafi orðið fyrir heilsutjóni af völdum úranleifa. Herþotur NATO notuðu tugþúsundir af úranhúðuðum sprengjum gegn Serbum í Bosníu og í Kosovo-stríðinu.

GEORGE W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilnefndi þrjá ráðherra á þriðjudag og hefur þar með valið öll ráðherraefni sín. Demókratinn Norman Mineta varð fyrir valinu sem samgönguráðherra og Spencer Abraham, sem er af arabískum ættum, var tilnefndur orkumálaráðherra. Linda Chavez, kona af rómansk-amerískum ættum, var valin atvinnumálaráðherra.

LEIÐTOGAR lýðræðissinna í Serbíu sögðu á fimmtudag að umbætur í landinu myndu tefjast vegna úrskurðar hæstaréttar landsins um að endurtaka þyrfti atkvæðagreiðslu á nokkrum kjörstöðum vegna meintra svika í þingkosningunum 23. desember.