ARNA Skúladóttir gengst undir meistarapróf við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands þriðjudaginn 9. janúar kl. 14 og heldur fyrirlestur um verkefni sitt: Flokkun á svefnvandamálum ungbarna.

ARNA Skúladóttir gengst undir meistarapróf við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands þriðjudaginn 9. janúar kl. 14 og heldur fyrirlestur um verkefni sitt: Flokkun á svefnvandamálum ungbarna.

Umsjónarkennari er Marga Thome dósent, en auk hennar eru í meistaranámsnefnd Örnu þau Tryggvi Sigurðsson sálfræðingur á Greiningarstöð ríkisins og Ásta Thoroddsen lektor í hjúkrunarfræðideild. Prófdómarar verða Helga Jónsdóttir dósent í hjúkrunarfræðideild HÍ og Júlíus K. Björnsson sálfræðingur.

Prófið verður í kennslustofu 6 í Eirbergi.

Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á margbreytileika svefnvandamála barna. Markmið rannsóknarinnar var að flokka einkenni og hugsanlegar orsakir svefnvandamála barnanna, ennfremur að búa til viðmiðanir fyrir eðlilega svefnþörf og greina svefmynstur barna eftir aldri.

Í úrtaki voru börn þeirra foreldra sem komu í viðtal á göngudeildina árið 1999 og samþykktu skriflega þátttöku í rannsókninni. Gögnunum var safnað með hálfstöðluðu viðtali við báða foreldra áður en meðferð var veitt vegna svefnvandamála barnsins og 5 mánuðum eftir komu á göngudeildina með símaviðtali við annað hvort foreldri barnsins.