TVÖ af útibúum Landsbankans eiga afmæli um þessar mundir, Langholtsútibúið átti 50 ára afmæli í gær, 6. janúar, og Háaleitisútibúið á 30 ára afmæli á morgun, 8. janúar.

TVÖ af útibúum Landsbankans eiga afmæli um þessar mundir, Langholtsútibúið átti 50 ára afmæli í gær, 6. janúar, og Háaleitisútibúið á 30 ára afmæli á morgun, 8. janúar. Af þessu tilefni verður viðskiptavinum bankans boðið upp á kaffi og meðlæti á morgun, mánudag. Þórir Baldursson spilar á skemmtara í Háaleitisútibúinu.

Langholtsútibúið er til húsa á Langholtsvegi 43 og Háaleitisútibúið er til húsa í verslunarmiðstöðinni Austurveri, Háaleitisbraut 68.