STUÐNINGUR við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana hefur minnkað ef marka má nýja könnun Gallups, sem Ríkisútvarpið greindi frá. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu en í desember sl.

STUÐNINGUR við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana hefur minnkað ef marka má nýja könnun Gallups, sem Ríkisútvarpið greindi frá.

Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu en í desember sl., eða 40%, en var 45% í sambærilegri könnun í nóvember. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 12%. Gallup spurði einnig um stuðning við ríkisstjórnina og nýtur hún nú stuðnings 57% kjósenda, sem er lægsta hlutfall í könnunum Gallups frá síðustu kosningum.

Stuðningur við Samfylkinguna hefur aukist og mælist nú 24% en fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er 21%, svipað og í fyrri könnun Gallups.