UMFANGSMIKIL úttekt er á bílamarkaðnum í Evrópu í nýjasta hefti Automotive News Europe . Þar kemur m.a. fram að vinsældir lítilla fjölnotabíla hefur aukist mikið og markaðshlutur þeirra á síðasta ári aukist um 61,4%.
UMFANGSMIKIL úttekt er á bílamarkaðnum í Evrópu í nýjasta hefti Automotive News Europe. Þar kemur m.a. fram að vinsældir lítilla fjölnotabíla hefur aukist mikið og markaðshlutur þeirra á síðasta ári aukist um 61,4%. Mest seldi bíllinn af þessari gerð er Renault Scenic. Mest hefur hins vegar dregið úr vinsældum stórra lúxusbíla, eða um 18,9%. Í þessum flokki er mest seldi bíllinn Mercedes-Benz S. Hins vegar hafa vinsældir dýrustu lúxusbíla aukist um 15,5% og þar fer fremstur Ferrari.