[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HEIMSFERÐIR byrja í fyrsta skipti með vorferðir til Prag í ár en þeir buðu upp á eina vorferð þangað í mars á síðasta ári. "Við ákváðum að hafa tvö flug á viku í vor og hafa ferðirnar fengið ljómandi undirtektir.

HEIMSFERÐIR byrja í fyrsta skipti með vorferðir til Prag í ár en þeir buðu upp á eina vorferð þangað í mars á síðasta ári.

"Við ákváðum að hafa tvö flug á viku í vor og hafa ferðirnar fengið ljómandi undirtektir. Nú er svo komið að tvær fyrstu ferðirnar okkar, þann 15. og 22. mars, eru uppseldar," segir Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri Heimsferða.

"Fram yfir páska fljúgum við tvisvar sinnum í viku til Prag og nú verðum við með sérstaka páskaferð í fyrsta sinn. Eftir páska ætlum við að vera með sérstaka vikuferð fyrir eldri borgara til Prag og Karlovy Vary en hann er einn frægasti heilsubærinn í Tékklandi og Evrópu, þekktur jafnframt undir nafninu Carlsbad."

Að sögn Andra eru fjórar ferðir á teikniborðinu í maímánuði en endanleg niðurstaða á eftir að vera tekin um þær. Þá segir hann verðið vera örlítið hærra frá því í fyrra sem stafi fyrst og fremst af hækkun á dollaranum.