Crossfire er kúpubakur og virkar aflmikill að sjá.
Crossfire er kúpubakur og virkar aflmikill að sjá.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
CHRYSLER sýnir nýjan hugmyndabíl á bílasýningunni í Detroit sem haldin er í þessum mánuði. Bíllinn heitir Crossfire og er samtvinnaður af evrópskri hönnun og bandarískum áherslum í afli og stærð. Bíllinn ber með sér að vera hraðskreiður sportbíll.
CHRYSLER sýnir nýjan hugmyndabíl á bílasýningunni í Detroit sem haldin er í þessum mánuði. Bíllinn heitir Crossfire og er samtvinnaður af evrópskri hönnun og bandarískum áherslum í afli og stærð. Bíllinn ber með sér að vera hraðskreiður sportbíll. Stórt grillið veitir aflmikilli vélinni undir langri vélarhlífinni nauðsynlega kælingu og tvískipt framrúða gefur bílnum dálítið gamaldags yfirbragð. Afturrúðan er einnig tvískipt sem var alvanalegt á bílum í byrjun sjötta áratugarins. Að innan ber mest á leðri og léttmálmi.