Rússland Hópferð til Rússlands Í september á síðasta ári var farið ferð til Rússlands á vegum Hauks Haukssonar fréttaritar RÚV í Moskvu, "Menningartengsla Íslands og Rússlands" og rússneskrar ferðaskrifstofu.

Rússland

Hópferð til Rússlands

Í september á síðasta ári var farið ferð til Rússlands á vegum Hauks Haukssonar fréttaritar RÚV í Moskvu, "Menningartengsla Íslands og Rússlands" og rússneskrar ferðaskrifstofu. Ákveðið hefur verið að halda þessum ferðum áfram og farið verður í tveggja vikna ferð til Moskvu og Pétursborgar í júní á þessu ári þar sem Haukur Hauksson verður sem fyrr fararstjóri og túlkur en hann hefur áratugs reynslu í Rússlandi og fyrrum Sovétríkjum. Það merkasta í menningu og sögu þessara merku borga verður skoðað.

Nánari upplýsingar veitir Haukur Hauksson í síma 554 06 66 og 863 68 61. Þá er einnig hægt að finna nánari upplýsingar á heimsíðunni www.austur.com.

London

Hjartastuðtæki á Heathrow-flugvelli

Heathrow-flugvöllurinn í London er fyrsti flugvöllurinn í Bretlandi til að eiga hjartastuðtæki til að auka lífslíkur þeirra sem fá hjartaáfall.

Hjartastuðtækið hefur tvo púða sem settir eru á brjóst viðkomandi og getur það sent sterk rafmagnshögg til að koma hjarta af stað aftur. Fyrir tilstilli tækisins er því hægt að bregðast fyrr við, áður en sjúkraliðar koma á vettvang.

Tuttugu og átta hjartastuðtækjum hefur verið komið fyrir, meðal annars í bílastæðahúsi við hlið 4 á flugvellinum og við innritun farþega. Þá hafa í kringum 80 starfsmenn flugvallarins verið þjálfaðir til að nota tækið.

Ef þetta reynist vel er ætlunin að koma fleiri hjartastuðtækjum fyrir í fleiri flugstöðum Heathrow, sem og á öðrum flugvöllunum í Bretlandi.

The Sunday Times

Malasía

Golfferð

Golfdeild ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar býður upp á þriggja vikna golfferð til Malasíu 4. til 25. febrúar. Fyrstu vikuna verður gist á Glenmarie Hotel, Golf and Country Club í Kuala Lumpur og seinni tvær vikurnar á Sutera Harbour Golf resort á Borneó.

Innifalið í ferðinni eru 12 golfhringir með golfbíl og gisting á tveimur fimm stjörnu hótelum. Þá er farþegum gefinn kostur á ýmsum

skoðunarferðum. Nánari upplýsingar gefur golfdeild ferðaskrifstofunnar í síma 585-4140.