MAÐURINN sem réðst að kunningja sínum við pítsustað í Fákafeni í Reykjavík á föstudagskvöld og stakk hann með hnífi í háls og brjóstkassa var yfirheyrður af lögreglu í gær.

MAÐURINN sem réðst að kunningja sínum við pítsustað í Fákafeni í Reykjavík á föstudagskvöld og stakk hann með hnífi í háls og brjóstkassa var yfirheyrður af lögreglu í gær.

Að þeim yfirheyrslum loknum átti að taka ákvörðun um hvort farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir honum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala - háskólasjúkrahúsi er líðan mannsins sem var stunginn eftir atvikum góð og hann telst ekki vera í lífshættu.

Þetta var í annað skiptið sem maðurinn réðst á þennan kunningja sinn. Í fyrra skiptið réðst hann að honum með skærum en meiðslin reyndust þá ekki jafnalvarleg.