ALÞJÓÐLEG hreyfing, Jubilee 2000, hvetur til að "ógreiðanlegar skuldir", eða skuldir sem fátækustu lönd heims koma að öllum líkindum aldrei til með að geta borgað, verði lagðar af.

ALÞJÓÐLEG hreyfing, Jubilee 2000, hvetur til að "ógreiðanlegar skuldir", eða skuldir sem fátækustu lönd heims koma að öllum líkindum aldrei til með að geta borgað, verði lagðar af. Þessar skuldir eru eftirfarandi:

Skuldir sem ekki er hægt að greiða af án þess að kjör fátækra versni.

Skuldir sem hafa þegar verið greiddar upp samkvæmt nafnvirði.

Skuldir sem standa vegna þróunarverkefna sem ekki voru hönnuð með velferð íbúanna í huga (s.s. eins og verkefni sem hönnuð hafa verið með hagsmuni erlendra fjárfesta í huga og greidd með fjármunum frá "þróunaraðstoð" frá ríkjum erlendu fjárfestanna).

Skuldir sem safnast hafa saman vegna "illa þokkaðra lána", skuldir sem til að mynda söfnuðust saman á tímum aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku eða urðu til vegna stuðnings við einræðisherra og herstjórnir víðsvegar.

Skuldir þeirra landa sem urðu fyrir áhrifum Mitch-hvirfilvindsins.