Í úthverfum borga víða um Bandaríkiner búið að koma upp stórum verslunarkjörnum (outlet malls) þar sem eingöngu eru seldar vörur á niðursettu verði allan ársins hring. Þar eru einnig veitingastaðir og ekki óalgengt að fólk geri sér ferð þangað um helgar, kíki í búðir og borði góðan mat.
Fyrir nokkru var slíkur verslunarkjarni opnaður í Barkarby, Stockholm Outlet. Verslanirnar eru staðsettar rétt fyrir utan Stokkhólm. Þar eru nú 60 sérverslanir sem bjóða vörur á niðursettu verði. Oft eru þetta vörur sem hafa þurft að víkja fyrir nýjum vörum og lenda í lokin í útsöluverslunum sem þessum.
Búðirnar í Stockholm Outlet eru allar á einni hæð og er verðið allt að 60% lægra en upprunalegt verð.
Ýmsar þekktar verslanir eru á svæðinu eins og t.d. Levi's, Sand, Tommy Hilfiger, Polarn O. Pyret, Diesel, Salamander, Red/Green og Bison Bee-Q.
Fótalúnir búðaráparar geta síðan sest niður og fengið sér í svanginn og búið er að koma upp leikvelli fyrir börnin.