B&L hefur hafið kynningu á nýrri pallútgáfu af Hyundai H1 sendibílnum. Hann er að grunni til sambærilegur Hyundai H1 sendibílnum fyrir utan hið opna farmrými.

B&L hefur hafið kynningu á nýrri pallútgáfu af Hyundai H1 sendibílnum. Hann er að grunni til sambærilegur Hyundai H1 sendibílnum fyrir utan hið opna farmrými. Pallbílsútgáfan er jafnframt tiltölulega lág frá jörðu sem á að auðvelda störf við hleðslu og affermingu.

Hyundai H1 pallbíllinn hefur hlotið gælunafnið bryggjubíll í ljósi þess hve vel hann hentar smábáta-eigendum, trillukörlum, fiskverkendum og öðrum sem þurfa að athafna sig á bryggjum landsins. Þó svo bíllinn henti vel fyrir bryggjuna ætti hann þó einnig að henta verktökum, iðnaðarmönnum, húsbyggjendum og öðrum sem í störfum sínum flytja farm sem hvorki er æskilegt eða þægilegt að setja í lokaða sendibíla .

Með tilkomu bryggjubílsins hefur Hyundai nú fyllt upp í ákveðið gat í heildarframboði fyrirtækisins í sendibílum. Hægt er að velja um bíl með einföldu húsi eða með lengra húsi, svokölluðu "extra cab" og eru allar bifreiðar búnar öryggispúðum, niðurfellanlegum skjólborðum og aukabúnaður er t.d. rafmagn í rúðum og speglum, upphitaðir rafdrifnir speglar, útvarp og segulband.