Eins og sjá má af hugmyndajeppanum, Jeep Varsity, sem frumsýndur var í París í fyrra, eru öll ættareinkennin þar saman komin.
Eins og sjá má af hugmyndajeppanum, Jeep Varsity, sem frumsýndur var í París í fyrra, eru öll ættareinkennin þar saman komin.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
JEEP Liberty, nýr smájeppi Jeep, verður frumsýndur á Detroit-bílasýningunni í janúar. Sala hefst á bílnum víða í Evrópu næsta haust en á því ári fagnar Jeep einmitt 60 ára afmæli sínu.

JEEP Liberty, nýr smájeppi Jeep, verður frumsýndur á Detroit-bílasýningunni í janúar. Sala hefst á bílnum víða í Evrópu næsta haust en á því ári fagnar Jeep einmitt 60 ára afmæli sínu. Bíllinn verður, eins og myndin ber með sér, algerlega ný hönnun, straumlínulagaður og nútímalegur. Hann á að keppa við t.d. Land Rover Freelander og Ford Escape. Hann verður með sítengdu aldrifi eins og Freelander og verður í boði með þrenns konar vélum, þ.e. 3,7 lítra, V6, 210 hestafla, 2,4 lítra, fjögurra strokka, 154 hestafla úr PT Cruiser, og loks 2,5 lítra samrásardísilvél með forþjöppu sem skilar 140 hestöflum og yrði líklegast helsti valkosturinn hérlendis.

Sumir ganga svo langt að segja að Liberty sé einn eftirtektarverðasti jeppinn sem kemur á markað á næsta ári. Jeep hefur ákveðið að halda áfram framleiðslu á Cherokee fyrir Bandaríkjamarkað en óvíst er hver niðurstaðan verður í Evrópu.

Liberty er með nýjan undirvagn sem er sérhannaður fyrir bílinn. Að framan er sjálfstæð fjöðrun og sterkleg gormafjöðrun að aftan.