Sigurbjörg Ólöf Guðjónsdóttir fæddist á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi 28. maí 1930. Hún lést á Landakoti 22. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 3. janúar. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði.

Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna. Og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. (Davíð Stef.)

Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna.

Og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.

Þú vaktir yfir velferð barna þinna.

Þú vildir rækta þeirra ættarjörð.

Frá æsku varstu gædd þeim góða anda

sem gefur þjóðum ást til sinna landa

og eykur þeirra afl og trú.

En það er eðli mjúkra móðurhanda

að miðla gjöfum - eins og þú.

(Davíð Stef.)

Elsku amma mín. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman, heima hjá þér, heima hjá mömmu og uppi í sumarbústað.

Ég minnist þess þegar við Hafþór frændi vorum í pössun hjá þér og þú klipptir á okkur toppinn. Þú áttir líka svo marga og flotta skó og við vorum alltaf að máta þá.

Þegar við gistum hjá þér, lastu alltaf fyrir okkur bækur og fórst með bænir með okkur. Þú gafst okkur stundum hafragraut og ristað brauð með smjöri og sultu og þótti okkur það mjög gott.

Ég, mamma og Elísabet systir mín vorum oftast hjá ykkur afa á aðfangadag jóla og þú eldaðir svo góðan mat fyrir okkur.

Núna búum við mamma og Elísabet í Englandi, en ég kom heim um páskana og heimsótti þig á Landspítalann og líka í sumar þegar þú varst svo veik.

Svo var ég nýkomin til Íslands í jólafrí þegar þú fórst upp til Guðs og ég veit að þér líður betur, elsku amma mín, og ég vona að þú fylgist með mér, mömmu og Elísabetu í gegnum lífið.

Guð geymi þig, elsku amma mín.

Þín

María Erla Káradóttir.

María Erla Káradóttir.