Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins: Engar ákvarðanir um framboðslistann Morgunblaðinu hefur borist athugasemd við frétt sem birtist í blaðinu í gær um tillögu uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi eystra um skipan framboðslista flokksins...

Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins: Engar ákvarðanir um framboðslistann Morgunblaðinu hefur borist athugasemd við frétt sem birtist í blaðinu í gær um tillögu uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi eystra um skipan framboðslista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar næsta vor.

Í athugasemdinni segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um skipan listans og þaðan af síður um röðun fólks á listann. Þá segirað nefndur fundur kjörnefndar, sem var í gær, hafi ekki verið haldinn til að ákveða listann, heldur hafi einungis verið um að ræða vinnufund þar sem fjallað var almennt um framboðsmál flokksins. Í umræðum um skipan framboðslistans hafi fjölmörgum nöfnum verið velt upp án þess að endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar þar um. Í frétt blaðsins frá í gær hafi sum þessara nafna komið fram en önnur ekki.