Utanríkisráðherra Íraks: Frökkunum sleppt án skilyrða París. Reuter. TAREK Aziz, utanríkisráðherra Íraks, fullyrti í gær að frelsun frönsku gíslanna í Írak væri ekki bundin neinun skilyrðum. "Við höfum aldrei rætt þessi mál við Frakka ...

Utanríkisráðherra Íraks: Frökkunum sleppt án skilyrða París. Reuter.

TAREK Aziz, utanríkisráðherra Íraks, fullyrti í gær að frelsun frönsku gíslanna í Írak væri ekki bundin neinun skilyrðum. "Við höfum aldrei rætt þessi mál við Frakka ... En vilji þeir endurgjalda greiðann þá er það undir þeim komið," sagði Aziz.

Um 330 franskir gíslar eru í Írak og Kúvæt. Abdul Razzak al-Hash imi, sendiherra Íraks í Frakklandi, sagðist í gær vonast til að allir yrðu komnir heim á laugardag. Hann neitaði því að það væri skilyrði að franskir embættismenn sæktu fólkið til Bagdad þótt vissulega væri það ákjósanlegt. Sendiherrann sagði að Bandaríkjamönnum og Bretum í Írak og Kúvæt yrði einnig sleppt ef ríkisstjórnir þessara landa græfu stríðsöxina.

Frakkar neita því statt og stöðugt að hafa samið um lausn gíslanna en Michel Rocard forsætisráðherra sagði í gær að ekki væri hægt annað en fagna einhliða ákvörðun af þessu tagi.

Sjá "Saddam yfirvegaður . . ." á bls. 28.