Norður-Írland: IRA myrðir sex hermenn til að hefna hermdarverkamanns Londonderry. Reuter. LIÐSMENN Írska lýðveldishersins (IRA) drápu sex breska hermenn og særðu 27 manns í sprengjuárásum á tvær varðstöðvar á Norður-Írlandi í gærmorgun.

Norður-Írland: IRA myrðir sex hermenn til að hefna hermdarverkamanns Londonderry. Reuter.

LIÐSMENN Írska lýðveldishersins (IRA) drápu sex breska hermenn og særðu 27 manns í sprengjuárásum á tvær varðstöðvar á Norður-Írlandi í gærmorgun. Einnig er óttast að óbreyttur borgari hafi beðið bana en talið er að hann hafi verið neyddur til að aka bifreið hlaðinni sprengjum að annarri varðstöðinni, sem er í Londonderry. Hin varðstöðin var skammt frá landamærabænum Newry og gjöreyðilagðist. Þetta eru mannskæðustu árásir IRA áárinu. Þær voru gerðar til að hefna helsta hermdarverka manns IRA, Dessies Grews, sem breskir hermenn réðu af dögum fyrir tveimur vikum.

"Bretar ættu að láta sér þetta að kenningu verða," sagði heimildarmaður innan IRA eftir árásirnar. Írski lýðveldisherinn, sem hefur barist gegn yfirráðum Breta yfir Norður-Írlandi í sjö áratugi, lýsti verknaðinum á hendur sér. "Slíkar árásir verða gerðar áfram þar til breska stjórnin bindur enda á gagnslaust stríð sitt á Írlandi," sagði í yfirlýsingu samtakanna.

Árásin á varðstöðina í Londonderry kostaði fimm menn lífið, auk þess sem sextán særðust. Það eina sem stóð eftir af varðstöðinni var víggirt byrgi. Herþyrla flaug yfir svæðið til að kanna hvort þar leyndust sprengjur, sem gætu orðið björgunarmönnum að fjörtjóni.

Eftir sprenginguna í Londonderry komst lögreglan að því að óbreytts borgara var saknað. Talið er að IRA-liðar hafi neytt hann til aka bíl hlöðnum sprengjum að varðstöðinni. Vopnaðir menn með grímur höfðu haldið fjölskyldu hans í gíslingu.

Írski lýðveldisherinn beitti þessari aðferð í árásinni á varðstöðina í Newry. 65 ára gamall maður var neyddur til að aka sendibifreið með sprengjur að varðstöðinni á meðan fjölskyldu hans var haldið í gíslingu. Þegar hann stöðvaði bifreiðina hrópaði hann: "Það er sprengja í bílnum". Hermönnunum gafst þó ekki tími til að forða sér úr varðstöðinni. Sprengjan sprakk með þeim afleiðingum að 21ns árs hermaður beið bana og tíu hermenn særðust. Bílstjórinn fótbrotnaði.

IRA hefur ekki beitt þessari aðferð áður. Samtökin héldu því framað bílstjórarnir tveir hefðu verið "leiguþý" er verið hefðu í byggingarvinnu hjá breska hernum. Írskir og breskir stjórnmálamenn fordæmdu þá ákvörðun IRA að þvinga óbreytta borgara til árása.

Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagðist harmi slegin vegna árásarinnar og sendi ættingjum fórnarlambanna samúðarkveðjur.

Reuter

Lögreglu- og hermenn standa við varðstöð breska hersins við landa mærabæinn Newry á Norður-Írlandi, sem gjöreyðilagðist í sprengjuárás IRA í gærmorgun.