Síldarsaltendur um stöðvun á sölu til Sovétríkjanna: Reiðarslag fyrir saltendur og atvinnulífið Ráðgerðar viðræður við Sovétmenn um efndir samningsins MIKIL óvissa ríkir um framhald síldarvertíðarinnar vegna skeytisSovétmanna til fiskútflytjenda hér á...

Síldarsaltendur um stöðvun á sölu til Sovétríkjanna: Reiðarslag fyrir saltendur og atvinnulífið Ráðgerðar viðræður við Sovétmenn um efndir samningsins

MIKIL óvissa ríkir um framhald síldarvertíðarinnar vegna skeytisSovétmanna til fiskútflytjenda hér á landi á mánudag um stöðvun á samningum landanna. Síldarsaltendur segja að tíðindin hafi veriðreiðarslag og hefur söltun fyrir Rússlandsmarkað alls staðar verið hætt. Sovétríkin eru lang stærstu kaupendur saltsíldar frá Íslandi. Fyrir liggursamningur við Sovétríkin um kaup á 50 þúsund tunnum af saltsíld fráþví um síðustu áramót, sem eftir standa af þeim 150 þúsund tunnum sem samið var um fyrir síðustu vertíð. Gunnar Jóakimsson, fulltrúihjá Síldarútvegsnefnd, segir að væntanlega verði þegar í stað fariðframá viðræður við sovéska fyrirtækið Sovrybflot um efndir á gildandi samningi og um síldarsölu upp í samninga næsta árs.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, hefur Sovrybflot, sem annast hefur fiskkaup Sovétmanna hér á landi, óskað etir því að afgreiðsla upp í gildandi samninga verði stöðvuð og er ástæðan sögð vera gjaldeyrisskortur í Sovétríkjunum. Gunnar Jóakimsson sagði að framleiðendur hefðu verið mislangt komnir með söltun þegar fregnirnar bárust og enn væri hún víða í gangi fyrir markaði í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Bandaríkjunum. Sama óvissa ríkti um þá framleiðslu sem þegar er tilbúin en menn vonuðu í lengstu lög að þetta væru ekki endanleg skilaboð frá Svétmönnum. Útflutningsverðmæti þeirra 50 þúsund tunna á Rússlandsmarkað sem eftir er að afgreiða upp í samninginn nemur um 350 milljónum króna. Gunnar sagði að ef þetta þýddi stöðvun þessara viðskipta hefði það mjög alvarlega þýðingu fyrir bæði landverkafólk og sjómenn því síldarsöltunin hefði verið árviss uppistaða í atvinnulífinu yfir vetrarmánuðina á flestum stöðum allt frá Vopnafirði og suður með ströndinni til Akraness.

Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Íslands, segist felmtri sleginn yfir tíðindunum og nú verði að beita öllum ráðum tilað leiða Sovétmönnum fyrir sjónir hvaða þýðingu það hafi fyrir okkar litla land, ef þeir standa ekki viðgerða samninga. Óskar, sem á sæti í Síldarútvegsnefnd fyrir hönd sjómanna, sagði að nefndin myndi beita öllum ráðum til að tryggja áframhaldandi sölu.

Allri söltun hætt á mánudag

Bergur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Pólarsíldar hf. á Fáskrúðsfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið að allri söltun hefði verið hætt á mánudag þegar fregnirnar bárust en þá hafi verið búið að framleiða um það bil helming kvótans, eða í 1.700 tunnur. Hann sitji nú uppi með það. "Þetta var mikið högg fyrir atvinnulífið á staðnum. Hér hafa menn reiknað með síldarsöltun fram í desember en við erum ekki tilbúnir til að skipta yfir í frystingu núna. Að ári mun ég áreiðanlega hugsa dæmið upp á nýtt ef Rússlandsmarkaðurinn lokast en ég átti von á að saltað yrði í 100 til 150 þúsund tunnur fyrir Sovétmenn í vetur." Sagði hann að u.þ.b. 30 manns væru í starfi hjá Pólarsíld hf.

Í Grindavík eru reknar fjórar söltunarstöðvar. Gunnar Tómasson, hjá Þorbirni hf., sagði þetta reiðarslag fyrir atvinnulífið á staðnum sem hefði nánast ekkert annað að byggja á en síldarsöltunina yfir haustmánuðina. Ekki hefði verið byrjuð söltun fyrir Rússlandsmarkað þegar skeytið barst á mánudag en reiknað hefði verið með að saltað yrði í 10 til 14 þúsund tunnur á þann markað í haust. Nú væri aðeins unnið við söltun í 2.000 tunnur á aðra markaði. Sagði hann að 40 til 50 manns hefðu haft atvinnu af söltuninni en fyrirtækið hefði ekki möguleika á að skipta yfir í aðra síldarverkun.