FFSÍ: Kosning um kjarasamning er hafin Farmanna- og fiskimannasamband Íslands hefur sent hátt í tvö þúsund atkvæðaseðla til félagsmanna, en kosningu um nýgerðan kjarasamning FFSÍ og Landssambands íslenskra útvegsmanna skal vera lokið fyrir 3. nóvember.
FFSÍ: Kosning um kjarasamning er hafin Farmanna- og fiskimannasamband Íslands hefur sent hátt í tvö þúsund atkvæðaseðla til félagsmanna, en kosningu um nýgerðan kjarasamning FFSÍ og Landssambands íslenskra útvegsmanna skal vera lokið fyrir 3. nóvember.
Atkvæðaseðlar þurfa að berast aftur til sambandsins í síðasta lagi 2. nóvember. Talning hefst á hádegi 3. nóvember og er reiknað með að henni ljúki um kl. 16 þann dag.