Vatni safnað í miðlunarlón Blönduvirkjunar PRÓFANIR á mælitækjum í stíflu aðalmiðlunarlóns Blönduvirkjunar og vatnsborðsmæling ar í grunnvatnsholum neðan stíflunnar standa nú yfir. Þetta er gert með því að safna nokkurra metra djúpu vatni í lónið.

Vatni safnað í miðlunarlón Blönduvirkjunar

PRÓFANIR á mælitækjum í stíflu aðalmiðlunarlóns Blönduvirkjunar og vatnsborðsmæling ar í grunnvatnsholum neðan stíflunnar standa nú yfir. Þetta er gert með því að safna nokkurra metra djúpu vatni í lónið.

Ólafur Jensson yfirstaðarverk fræðingur við Blönduvirkjun segir söfnun vatns í lónið hafa byrjað í síðustu viku. "Við gerum þetta tilað sjá hvaða viðbrögð við fáum á mælitækjum sem eru í stíflunni sjálfri og í grunnvatnsholum sem eru í kring um stífluna og neðan við hana til þess að sjá hversu fljótt vatnsborðshækkun kemur fram þar og hvernig það tengist vatnsborðinu í lóni."

Mælingarnar fara fram með því móti að hægt er á vatnsrennsli um botnrás og þá safnast vatn fyrir í lóninu. Ólafur sagði að ekki væri sett í lónið nema lítill hluti þess vatns sem endanlega verður í því. Á næstu dögum verður síðan hleypt úr lóninu aftur.