Ríkisspítalar nota 923 þúsund plastglös á ári
SJÚKRALIÐAFÉLAG Íslands gekkst nýlega fyrir fræðsludegi í Súlnasal Hótels Sögu. Efni fundarins var umhverfisvernd sjúkdómar af völdum mengunar.
Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands sem setti ráðstefnuna gerði mengun af völdum heilbrigðisstétta að umtalsefni sínu. Hvað þarf ekki að eyða miklu sorpi frá sjúrkahúsum vegna gegndarlausrar notkunar á einnota vörum sem til þess eru ætlaðar að spara vinnu og mannskap?" spurði Kristín. Á síðastliðnum 12 mánuðum voru notaðir 51 þús. nýrnabakk ar úr pappa, 121 þús. plastskeiðar og hvorki meira né minna en 923 þús. plastdrykkjarglös. Hluti af sorpinu frá ríkisspítölum er brenndur í sorpbrennslu Suðurnesja og fyrstu 6 mánuði þessa árs bárust sorpbrennslunni um 38 tonn frá spítölum," sagði Kristín að lokum.
Aðrir fyrirlesarar fjölluðu um loftmengun og tengsl hennar við aukningu á ofnæmi, um geislun sem fylgir tæknivæðingu nútímans og mengun við sjó og sjávarafla og um urðun sorps og frárennslismál. Einnig var sérstaklega fjallað um mengun sem kemur fyrir í starfsumhverfi sjúkraliða og annarra heilbrigðisstétta.