Jarðgangagerð: Alþjóðlegt heildarútboð Þingsályktartillaga Kristins Péturssonar SAMGÖNGUBÆTUR og stefnumörkun í jarðgangagerð eru sérstakt áhugamál þingmanna af landsbyggðinni.

Jarðgangagerð: Alþjóðlegt heildarútboð Þingsályktartillaga Kristins Péturssonar

SAMGÖNGUBÆTUR og stefnumörkun í jarðgangagerð eru sérstakt áhugamál þingmanna af landsbyggðinni. Kristinn Pétursson hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stefnumörkun í jarðgangagerð á Austurlandi og heildarútboð framkvæmda.

Kristinn Pétursson (S/Al) leggur til að Alþingi álykti að fela samgönguráðherra að láta undirbúa heildarútboð jarðganga framkvæmda á Austurlandi. Í undirbúningnum felst m.a. að stefna að alþjóðlegu útboði jarðganga framkvæmda á Austurlandi þarsem nauðsynlegustu jarðgöng verði boðin út í einu heildarút boði. Fjármögnun til 40 ára með hagstæðu láni verði skilyrði í útboðinu. Iðntæknistofnun verði m.a. falið að meta aukna framleiðni og afkomubata fyrirtækja með tilkomu jarðganga, sparnað þjóðarinnar vegna minni snjómoksturs, meta hvort gjaldtaka ætti að fara fram af umferð um jarðgöngin og þá með hvaða hætti.

Iðntæknistofnun er einnig ætlað að skila Alþingi skýrslu um arðsemismat og tilhögun heildarút boðs jarðganga á Austurlandi þarsem stefnt verði að útboði á síðari hluta framkvæmdatíma aðrennslisganga að stöðvarhúsi Fljótsdalsvirkjunar, síðari hluta árs 1993. Í greinargerð með tillögunni segirm.a. að þessi tímasetning sé mikilvæg þar sem alþjóðlegt útboð tæki mið af sterkri samkeppnisstöðu væntanlegs verktaka við aðrennslisgöngin og eigi þessi málsmeðferð að tryggja að hagkvæmt tilboð berist í heildarútboð jarðganga á Austurlandi.

Kristinn Pétursson.