Áfengismál: Bættar vörumerkingar EIÐUR Guðnason (A/Vl) end urflutti síðastliðinn þriðjudag frumvarp í efri deild þar sem lagt er til að vörmerkingar á fljótandi og áfengum söluvarn ingi ÁTVR verði auknar. Flutningsmaður leggur til að við 13. gr. bætist ný...

Áfengismál: Bættar vörumerkingar

EIÐUR Guðnason (A/Vl) end urflutti síðastliðinn þriðjudag frumvarp í efri deild þar sem lagt er til að vörmerkingar á fljótandi og áfengum söluvarn ingi ÁTVR verði auknar.

Flutningsmaður leggur til að við 13. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal að höfðu samráði við landlæknisembættið ogf Umferðarráð merkja allar umbúðir undir áfengi, sem selt erí útsölum hennar, með viðvörun þar sem fram kemur að áfengisneysla barnshafandi kvenna geti valdið fósturskaða og neysla áfengis og akstur ökutækja fari ekki saman."

Í greinargerð er m.a. bent áað Íslendingar voru meðal fyrstu þjóða til að lögleiða að merkimiðar um skaðsemi tóbaks voru settir á allar tóbaksumbúðir. Einnig er þess látið getið að í Bandaríkjunum hafi verið fyrir nokkru í lög leitt, að viðvaranir um skaðsemi áfengis skuli að finna á öllum áfengisumbúðum og sé þar ekkert undanskilið. Íslenskt áfengi s.s. Eldur-Ís vodka og Icy vodka sé selt þar vestra með viðvörunum. Ekki verði séð að neinir tæknilegir örðugleikar séu samfara því að merkja áfengi sem selt sé hér álandi með viðlíka hætti.

Frumvarpið hlaut jákvæðar viðtökur þingmanna og var vísað til annarrar umræðu og allsherjarnefndar.

Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson