Auglýsingagerð Eru lítil auglýsingafyrirtæki það sem koma skal? Rætt við fjóra stofnendur hönnunarstofunnar Grafít hf.
FYRIR skömmu tók til starfa í Reykjavík nýtt fyrirtæki á sviði grafískrar hönnunar og auglýsingargerðar. Fyrirtækið hlaut nafnið Grafít hf. og að því standa þrír af fyrrum starfsmönnum Íslensku auglýsingarstofunnar hf. ásamt einum starfsmanni af auglýsingastofunni Góðu fólki. Grafít hf. er ekki hefðbundin auglýsingastofa þar sem fyrirtækið býður upp á litla sem enga markaðs þjónustu heldur leggur áherslu grafíska hönnun og hugmyndavinnu. Stofnun þessarar nýju stofu er athyglisverð í ljósi þess að þróunin undanfarið hefur verið í þveröfuga átt og stefnan frekar verið sú að sameina auglýsingastofur. Ef tekið er mið af undirtekt unum er hins vegar ekki ólíklegt að Grafít verði fyrsta stofan af mörgum litlum sem einbeitir sér að hönnunarvinnu á meðan þær stærri snúa sér svo til alfarið að markaðsmálum. Morgunblaðið brá sér í heimsókn í vinnustofu Grafít við Vatnsstíg 4 og ræddi við Höllu Helgadóttur, Hilmar Sigurðsson, Önnu Svövu Sverrisdóttur og Finn Jh. Malmquist.
Það kom strax í ljós að ein aðalástæðan fyrir stofun Grafít hf. var óánægja fjórmenninganna með þá þróun sem hefur átt sér stað í þessu fagi undanfarið. Það er orðið svolítið langt í teiknarann sem vinnur verkið. Á auglýsingastofunum er ákveðið fólk sem sér um þjónustu við viðskiptavininn og tengsl hans við teiknarana, svokallaðir tenglar sem oftast eru markaðsfræðingar. Mörg fyrirtæki eru með sína eigin markaðsfræðinga og vilja því gjarnan fara styttri leið og kaupa eingöngu teikniþjónustuna," sagði Halla. Á þeim stöðum þar sem við unnum áður vorum við öll komin í umsjón arhönnunarstöður þannnig að við vorum að færast frá sköpunarvinn unni og því sem við gerum best. Við erum óánægð með vægi hönnunar- og hugmyndavinnu inni á auglýsingastofum. Peningamálin eru óneitanlega mjög mikilvæg, en okkur finnst þau bitna um of á faglegu hliðinni. Við höfum áhuga á að reyna að gera betri hluti en við höfum fengið að gera, nota færri milliliði og vinna á okkar forsendum," sagði Hilmar og Finnur bætti við að nú ynnu þau í beinu sambandi við viðskiptavinina og það væri í þeirra augum vænlegast til árangurs.
Það kom skýrt fram að fjórmenningunum fannst mjög mikilvægt að teiknararnir væru í sem nánustu sambandi við viðskiptavinina og hlutirnir væru unnir í beinni samvinnu þessara tveggja aðila. Hér er enginn annar sem vinnur með viðskiptavininum og kemur síðan til okkar og segir okkur að teikna eitthvað ákveðið. Það er alltaf erfitt að koma svona til skila í gegnum þriðja aðila þannig að með þeim vinnubrögðum verður útkoman verður sjaldnast rétt í fyrstu tilraun. Tengillinn ræðir þá aftur við viðskiptavininn og þá koma fram einhver atriði sem teiknarinn hefði þurft að vita frá byrjun. Það er stórt atriði í þessu fagi að kunna að spyrja viðskiptavininn réttu spurninganna til þess að fá rétt atriði fram," sögðu þau.
Ekki dæmigerð auglýsingastofa
Grafít hf. er ekki dæmigerð auglýsingastofa því að þar er ekki boðið uppá markaðsþjónustu líktog á stærri stofunum. Fjórmenningarnir lögðu þó áherslu á að þau myndu ekki vísa þeim viðskiptavinum frá sem færu fram á slíka þjónustu heldur myndu þau í samvinnu leysa það mál. Við höfum unnið í samvinnu við fyrirtæki á sviði ráðgjafar og markaðssetningar og þau fagna því að fá inn fyrirtæki á borð við okkur. Að sjálfsögðu eru margir viðskiptavinir sem við gætum ekki tekið að okkur að fullu einfaldlega vegna þess að þeir eru of stórir. Hins vegar þarf að vera fjölbreytni í þessu fagi og viðskiptavinurinn verður að hafa eitthvað val," sagði Anna Svava. Þau sögðu ennfremur að góðar líkur væru á viðskiptum við stóru auglýsingastofurnar þar sem þar vantaði oft vant fólk á álagstímum. Kannski verður þróunin sú með tímanum að þessar stærri stofur fari að snúa sér í ríkara mæli að markaðsmálum og leita svo til minni hönnunarstofa með teikni vinnuna. Þau hjá Grafít töldu það ekki ólíklegt og bentu á að víða erlendis væru auglýsingastofur án teiknistofu og leituðu þær eftir þjónustu hönnunaraðila með ákveðna verkhluta.
Aðstandendur Grafít hf. eru bjartsýnir á að þeim takist að halda kostnaði viðskiptavinarins niðri. Boðleiðin verður náttúrulega styttri vegna færri milligönguliða. Eins verðum við fljótari að vinna verkið því við vitum nákvæmlega að hverju við erum að ganga og það er einmitt aðalkosturinn við svona litla stofu. Eins hlýtur það líka að skila sér að við erum öll með mikla og góða reynslu á þessu sviði," sagði Hilmar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HÖNNUN - Hilmar Sigurðsson, Finnur Jh. Malmquist, Anna Svava Sverrisdóttir og Halla Helgadóttir eru aðstandendur Grafít hf. Þau telja að minni stofur þar sem áhersla er lögð á grafíska hönnun og hugmyndavinnu eigi góða framtíð fyrir sér.