Efnahagsmál Ísland í 16. sæti yfir tekjuhæstu þjóðir innan OECD Þurfum 4-5% hagvöxt á ári til að halda í við hagvöxt OECD ríkja, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs ÍSLAND verður í 16. sæti innan OECD á þessu ári miðað við áætlunum...

Efnahagsmál Ísland í 16. sæti yfir tekjuhæstu þjóðir innan OECD Þurfum 4-5% hagvöxt á ári til að halda í við hagvöxt OECD ríkja, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs

ÍSLAND verður í 16. sæti innan OECD á þessu ári miðað við áætlunum verga landsframleiðslu á mann. Í góðærum hefur Ísland verið í hópi 10 tekjuhæstu þjóða OECD og var t.d. í 2-4 sæti í upphafi áratugarins. Á erfiðleikaárunum 1984-1986 vorum við í 6-7 sæti innan OECD í þessu efni en náðum 2. sæti árin 1987 og 1988. Ljóst er að röng gengisskráning ýkir nokkuð stöðu landsins innan OECD án þess þó að það breyti þeirri staðreynd að Ísland hefur í góðærum verið í hópi 10 tekjuhæstu þjóðanna. Þetta kom fram hjá Vilhjálmi Egilssyni, hagfræðingi á morgunverðarfundi Verslunarráðs í gær þar sem fjallað var um hvort Ísland yrði C-þjóð í lífskjörum árið 2000.

Ef landsframleiðslan á mann eykst með svipuðum hætti og hún hefur gert á síðustu árum munu ríki OECD hafa náð yfir 50% aukningu landsframleiðslu á mann á síðustu 20 árum aldarinnar," sagði Vilhjálmur. Á meðan verðum viðað hjakka milli 20 og 30% eftir því hvernig stendur á í hagsveiflunni um aldamótin með því að bæta sífellt við okkur vinnu. Við munum líka færast úr því að vera í hópi lágskattaþjóða yfir í það að vera í hópi meðalskattaþjóða og færast í hóp háskattaþjóða um aldamótin ef við náum ekki tökum á síþenslu í ríkisbúskapnum. Það sem við þurfum að gera er að umbreyta atvinnulífinu og koma af stað hér myndarlegum hagvexti þannig að Ísland lendi ekki í hópi C-þjóðanna heldur verði í hópi A-þjóðanna. Við þurfum að ná um 3,5% hagvexti á mannað meðaltali á næsta áratug eða milli 4% og 5% á ári í heild til þess aðeins að halda í við eða ná hagvextinum í OECD. Eitt aðaltækið tel ég vera að við þurfum að auka okkar útflutning um 8% á mannað meðaltali til að halda okkar stöðu. En þetta kallar á gífurlegar umbreytingar í atvinnulífinu. Við þurfum að reka okkar sjávarútveg á hagkvæmari hátt, fá fleiri stóriðjuframkvæmdir og tvö til þrjú stór verkefni í viðbót við það álver sem verið er að tala um, fram að aldamótum."

Vilhjálmur Egilsson benti á að þjóðarframleiðsla hefði vaxið um yfir 20% á síðustu 10 árum en samt stæðu Íslendingar í stað á mörgum sviðum. Ein fyrsta ástæðan fyrirþví er sú að landsframleiðslan á Íslandi á mann hefur aðeins aukist um rúmlega 3% meðan að samsvarandi tala í ríkjum OECD er um 20%. Við sjáum að meðan hér álandi hefur ríkt nánast stöðnun og okkar þjóðarframleiðsla fyrst og fremst aukist með aukinni vinnu þá hefur verið gífurleg framleiðniaukning í ríkjum OECD. Á meðan hefur framleiðni hér á Íslandi lítið sem ekkert aukist. Ef við berum saman kaupmátt á Íslandi á þessu ári miðað við 1980 þá stöndum við nánast í stað meðan að kaupmáttur launa hefur farið hægt vaxandi í ríkjum OECD."

Vilhjálmur kvaðst telja þrjár skýringar eiga stærstan hlut að máli. Fyrsta skýringin væri verðbólgan en hún hefði verið 33% að meðaltali á síðustu 10 árum en undir 5% í ríkjum OECD. Í öðru lagi hefðu útgjöld hins opinbera í hlutfalli við landsframleiðslu farið vaxandi hér á landi meðan þau hefðu nánast staðið í stað hjá OECD. Í þriðja lagi benti Vilhjálmur á að útflutningur á hvert ársverk á Íslandi hefði nánast staðið í stað meðan útflutningur hefði aukist um meira en 40% hjá OECD ríkjum á níu ára tímabili. Þetta tel ég vera afar þýðingarmikla skýringu á því af hverju Ísland hefur staðnað. Við höfum ekki náð að umbreyta okkar atvinnulífi þannig að það færðist meira yfir í útflutning og utanríkisviðskipti almennt. Hvarvetna í heiminum í dag þar sem ríki eða þjóðir eru að sækja fram til betri lífskjara eru þau að gera það með því að byggja upp atvinnugreinar sem eru samkeppnishæfar á erlendum mörkuðum - sterkar atvinnugreinar sem geta selt sína vöru hvar sem er og staðið undir góðum lífskjörum. Þetta er lögmál sem við Íslendingar höfum ekki sinnt og þess vegna held við séum að staðna eins og raun ber vitni," sagði Vilhjálmur Egilsson.