Heildartekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 99,6 milljarðar króna í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1991 sem eru um 7 milljörðum hærri tekjur en samkvæmt endurskoðaðri áætlun fyrir árið 1990. Nemur hækkunin
7% milli ára. Í áætlun fyrir árið 1991 er búist við lítilsháttar tekjuaukningu af tekju- og eignarsköttum einstaklinga og fyrirtækja umfram verðlag sem rakið er til batnandi afkomu fyrirtækja á þessu ári. Þrír fjórðu hlutar ríkissjóðs teknanna eru hins vegar bundnir veltusköttum. Þar vegur virðisaukaskatturinn þyngst eða um 40%. Reiknað er með að tekjur af þessum sköttum verði nær óbreyttar að raungildi á næsta ári. Búist er við minni tekjum af virðisaukaskatti og jöfnunargjaldi en á móti er reiknað með tekjuauka af álagningu tryggingariðgjalda og annarra launatengdra gjalda.