Tölvur Samstarf tölvufyrirtækja um pappírslaus samskipti
FYRIRTÆKIN Einar J. Skúlason hf., Íslensk forritaþróun hf., Kerfi hf., ÖrtölvutækniTölvukaup hf. og Þróun hf. hafa tekið upp samstarf um að bjóða viðskiptavinum sínum sameiginlega lausn í pappís lausum viðskiptum (EDI). Einnig felst samstarfið í sameiginlegum innkaupumm á búnaði, sameiginlegum námskeiðum og samstarfi um aðlögun búnaðarins. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækjanna er það von þeirra, að með þessu móti megi lækka kostnaðinn við þróun þessarar nýju tækni, sem muni síðan skila sér í lægra verði til notenda.
Framangreind fyrirtæki munu hvert fyrir sig bjóða lausnir fyrir þá sem munu eiga skjalalaus samskipti við tollinn, en samkvæmt upplýsingum Karls F. Garðarssonar hjá Tollstjóraembættinu stefna tollayfirvöld að því að taka við skýrslum um símalínu samkvæmt EDI staðlinum á næsta ári.
Íslensk forritaþróun hf., Kerfi hf. og Þróun hf. framleiða bók haldshugbúnað sem útbýr toll skýslur og verður þeim sem nota hugbúnað frá þessum fyrirtækjum gert kleift að senda tollskýrslur beint frá tölvum sínum til tollsins milliliðalaust. Einar J. Skúlason hf. og Örtölvutækni-Tölvukaup hf. munu bjóða búnaði fyrir EDI samskipti.