Magnús A. Sigtryggs.-Við bót Mánudagurinn 15. október var ósköp venjulegur dagur hjá mér, þar til ég kom við hjá mömmu og pabba um kvöldmatarleytið. Þá sagði Róbert bróðir minn að Maggi Sigtryggs væri dáinn. Þetta voru hræðileg tíðindi sem ég átti erfittmeð að trúa. Kynnin mín af Magga voru mjög góð enda gat maður alltaf leitað til hans þegar maður varí vandræðum með eitthvað. Hann var þúsundþjalasmiður sem gat allt. Hann var einstaklega hjálpfús, duglegur og viljugur. Þó að Maggi hafi átt við bæklun að stríða þá var hann manna duglegastur í vinnu. Það var alltaf glatt yfir Magga enda var hann mikið í félagsmálum og hafði gaman af íþróttum.

Maggi var giftur Lúllu frænku, eins og við kölluðum hana, og eiga þau fjögur börn: Sigríði, Sigtrygg, Thelmu og Styrmi litla. Ég vil votta þeim samúð mína og vona að Guð styrki þau.

Margs er að minnast,

margt er hér að þakka

Guði sé lof fyrir liðna tíð.

Margs er að minnast,

margs er að sakna.

Guð þessi tregatárin stríð.

Far þú í friði,

friður Guðs þig blessi,

hafðu þökk fyrir allt og allt.

Gekkst þú með guði,

Guð þér nú fylgi,

hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.

(V. Briem.)

Pétur Arnþórsson