Magnús A. Sigtryggs.-Við bót Hann elsku pabbi er dáinn, sorgin er svo erfið en við vitum að þjáningunni er lokið. Okkur systkinin langar að minnast elsku pabba meðnokkrum orðum. Það kemur fyrst í hugann, að hann hafði ómælda ánægju af útiveru og íþróttum. Hann var meðal annars einn af stofnendum Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti, þar tók hann einnigað sér þjálfun drengja í knattspyrnu. Ekki lét hann pabbi sér nægja fótboltann heldur var hann mikill hestamaður og átti ófá hrossum tíma. En að lokum varð hannað hætta þessu helsta tómstundag amni sínu vegna veikinda. Þó svoað veikindi pabba hafi sett strik í reikninginn var áhuginn alltaf tilstaðar enda gat henn ekki fyrir nokkurn mun látið staðar numið.

Nokkrum árum síðar hóf hannað starfa með Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og gegndi hann þar hinum ýmsu störfum, hann sat þarí byggingarnefnd, og undir lokin var hann orðinn formaður félagsins er hann lést. Þær voru ófáar stundirnar sem hann átti í Hátúni 14.

Hann pabbi var óbrigðull maður, þegar talað var um brids, það sást þegar við horfum á öll mánudagskvöldin sem hann var ekki heima, var þá víst að hann sat með félögum sínum í Sjálfsbjörg og spilaði brids. Árangur hans var slíkur að þegar haldin voru innanhúsmót var það næsta víst að sjá mátti gullpening þegar hann kom heim.

Pabbi var hæglátur maður, hann var ósérhlífinn og tók öllum vana málum með staðfestu og rósemi. Aldrei heyrðum við hann kveinka sér, en þjáning hans kom fram í andliti, slíku ýtti hann til hliðar en lét aðra sitja í fyrirrúmi þegar hjálp vantaði. Við þekktum hann líka öll sem þúsundþjalasmið, þegar litið var á heimilið eftir breytingar sem hann gerði virtist alltaf vera einsog fagmaður hefði unnið verkið, skipti þá ekki máli hvort var teppaog flísalagt eða smíðað.

Pabbi var stoltur af okkur börnunum, það fundum við á því hversu hjálplegur hann reyndist okkur þegar á bjátaði og aldrei fundum viðað hann mismunaði okkur því hann elskaði okkur öll sem eitt.

Þó pabbi hefði langan vinnudag gaf hann okkur allar sínar stundir þegar heim var komið, stundir semvið geymum öll í hjarta okkar og þegar við tökumst á við tilveruna höfum við í huga öll þau dyggðar ráð sem hann gaf okkur.

Elsku mamma, við biðjum algóðan Guð að styrkja okkur öll. Ekkert getur fyllt það skarð sem pabbi skildi eftir en við vonum innilega að tíminn eigi eftir að deyfa þessa miklu sorg.

Börn og tengdabörn