Sigurbjartur Vilhjálms.-Við bót Andlát afa míns, Sigurbjarts Vilhjálmssonar, fylgdi í kjölfar veikinda síðustu ára. Þær minningar sem ég á um afa og eru mér kærast ar eru þó frá æskuárum mínum í Hafnarfirði þegar við bjuggum í návist við afa og ömmu á "Skúló", sem við nefndum eftir heimili þeirra á Skúlaskeiði 10.

Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til afa og ömmu og þarvar oft glatt á hjalla. Afi hafði gaman að tónlist og hann lék á harmonikku. Þegar fjölskyldan komsaman dró afi oft fram "nikkuna" sína og við krakkarnir hoppuðum og dönsuðum meðan kraftar entust til. Sjálfur hafði afi líka gaman af að dansa og hann og amma tóku saman snúning hvenær sem tilefni gafst til.

Og það var ekki aðeins heima á Skúló sem við nutum návistar afa. Oft tók hann okkur systkinin í sunnudagsferðir í bílnum með ömmu. Hann var ræðinn og hafði gaman af að spjalla við fólk hvarsem við stöldruðum við í þessum ferðum.

Afi var afkastamikill og naut sín í starfi. Ég hef haft gott sambandvið Hallberu, systur hans, sem búið hefur í Bandaríkjunum um árabil. Við höfum oft haft gaman af sögunum sem hún á um afa og þeim systkinunum frá yngri árum.

Ég veit að afa leið illa undir lokin. Honum fannst erfitt að þurfaað vera meira og minna rúmfastur og háður öðrum um flesta hluti. Afi er nú loksins frjáls aftur. Hlýjar minningar um hann verða með okkur um ókomna tíma.

Þuríður Erla Halldórsdóttir