Magnús A. Sigtryggs.-Við bót Fæddur 17. maí 1948 Dáinn 15. október 1990 Í dag er gerð frá Fossvogskapellu útför Magnúsar A. Sigtryggssonar, sem lést mánudaginn 15. október sl. Magnús var fæddur 17. maí 1948. Hann var sonur hjónanna Guðbjargar Sigurpálsdóttur, sem lifir son sinn, og Sigtryggs Runólfssonar sem lést fyrir tveimur árum. Magnús giftist Louisu Biering 18. maí 1968. Hún er fædd 16. júlí 1948. Magnús og Louisa eignuðust fjögur börn, Sigríði, fædda 17. desember 1966, Sigtrygg, fæddan 15. mars 1969, Thelmu, fædda 15. janúar 1975, og Styrmi, fæddan 24. október 1984.
Magnús var einn ellefu systkina. Þau eru: Jón Guðlaugur, Fríða Hrönn, Rósa, Sigrún, Vilberg, Hreinn Ómar, Svana, Runólfur, Svala og óskírt barn er lést sjö mánaða gamalt.
Mig langar í fáum og fátæklegum orðum að minnast kynna af Magnúsi. Ég man fyrst eftir honum sem innanbúðarmanni og bílstjóra hjá Silla og Valda. Síðan liðu mörgár. Þá kynntist ég Magnúsi betur þegar hann vann í Byggingavöruversluninni Gos. Þar þáði ég oft kaffisopa hjá Magnúsi og vinnufélögum hans. Var þar oft glatt á hjalla og húmorinn í góðu lagi. Þar tók ég strax eftir hversu samviskusamur og ósérhlífinn Magnús var. Þangað komu viðskiptavinir, þar á meðal íbúar í hverfinu, til að fá Magnús til að laga ýmsa hluti og lagfæra. Hann skipti um snúrur í gömlum lömpum. Hann var meðeindæmum laginn og allir gengu viðskiptavinir hans ánægðir út.
Síðar byrjaði ég að vinna sem íhlaupamaður með Magnúsi við af greiðslustörf hjá Bifreiðastöðinni Bæjarleiðum. Þar kom ljóslega fram hversu þjónustulipur og þolinmóður Magnús var. Magnús átti við þrálát veikindi að stríða, en aldrei heyrðist hann kveinka sér né kvarta. En þeir sem til þekktu vissu að hann var oft mikið kvalinn. Síðar fór hann að aka leigubíl og ók eins lengi og heilsa hans leyfði.
Magnús var mjög mikill heimilismaður og góður vinur barna sinna. Þau Magnús og Louisa bjuggu sér og börnum sínum fallegt og hlýlegt heimili. Má þar sjá á veggjum út saumaðar myndir sem Magnús saumaði. Þær bera því vitni hversu laginn hann var. Hann var mikill félagsmálamaður og var í hópi stofnenda Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti og þjálfaði um tíma yngstu flokka félagsins. Síðar varðhann formaður Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Hann sat í bygginganefnd íþróttahúss fatlaðra. Magnús hafði mjög gaman af að spila brids og vann til margra verðlauna á spilakvöldum hjá Sjálfsbjörg. Ekki má gleyma áhuga hans á hestum og hestamennsku, sem hann stundaði eftir bestu getu. Af fyrrsögðu má sjá, að Magnús létekki deigan síga þrátt fyrir veikindi. En Louisa og börn þeirra stóðu við hlið hans og studdu þau hvort annað.
Á kveðjustund sendum við, ég og fjölskylda mín, Louisu, börnum þeirra og öðru venslafólki innilegar samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur öll og verndi.
Óttar Helgason