Magnús Arnar Sigtryggsson Nú er hann Maggi okkar dáinn og farinn til afa okkar og englanna á himninum. Maggi var alltaf svo góður og blíður við okkur. Hann fór með okkur í bíltúra og leyfði okkur alltaf að vera með sér ef eitthvað var um að vera. Hann var okkur eins og pabbi. Þegar mamma okkar þurfti að fara á spítala þá fengum við alltaf að vera hjá Magga og Lúllu, þau eru svo góð.

Guð blessi Lúllu, Sigríði, Sigtrygg, Thelmu og Styrmi besta vininn okkar.

Diddi og Dóri Runólfssynir