KOLMUNNI er alls ekki algengur á matarborðum okkar Íslendinga, hvað þá saltaður, enda hefur hann nánast ekkert veiðzt hér við land nema síðustu árin og þá nær eingöngu í bræðslu.
KOLMUNNI er alls ekki algengur á matarborðum okkar Íslendinga, hvað þá saltaður, enda hefur hann nánast ekkert veiðzt hér við land nema síðustu árin og þá nær eingöngu í bræðslu. Fyrir um 25 árum voru þó gerðar tilraunir til vinnslu hans til manneldis í Neskaupstað og nú hefur Síldarvinnslan þar tekið upp þráðinn að nýju í samvinnu við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og fleiri aðila. Einn þeirra er Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari á veitingahúsinu Þremur frökkum. Um þessar mundir býður hann upp á kolmunna á veitingahúsinu og er óhætt að fullyrða að það er þess virði að bragða þennan prýðisfisk. Enn sem komið er er líklega erfitt að nálgast hann í búðum en stefnt er að breytingu þar á. Hann er herramannsmatur. Þessi uppskrift er fyrir fjóra og fengin frá Úlfari Eysteinssyni.