11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 199 orð

Katla Travel endurnýjar samning um leiguflug í sumar

500 sæti frá þremur borgum í Þýskalandi

KATLA Travel hefur endurnýjað samning um vikulegt leiguflug frá þremur borgum í Þýskalandi næsta sumar. Samanlagt er um að ræða um 500 sæti á viku og verða sæti í vélarnar héðan seld sem hluti af ferðafrelsi Samvinnuferða-Landsýnar.
KATLA Travel hefur endurnýjað samning um vikulegt leiguflug frá þremur borgum í Þýskalandi næsta sumar. Samanlagt er um að ræða um 500 sæti á viku og verða sæti í vélarnar héðan seld sem hluti af ferðafrelsi Samvinnuferða-Landsýnar.

Flogið verður vikulega á fimmtudögum frá Þýskalandi frá 7. júní í sumar fram til 30. ágúst. Borgirnar sem um ræðir eru München, Frankfurt og Berlín. Flogið verður með þýska flugfélagninu Aero Lloyd í nýjum flugvélum frá Airbus. Annars vegar er um að ræða A320 sem tekur 167 farþega í sæti og hins vegar A321 sem tekur 210 farþega í sæti.

30% aukning frá Þýskalandi

Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Katla Travel í München, sagði að 1.600 Íslendingar hefðu flogið með leiguflugi á vegum þeirra í fyrra og hann reiknaði með að það yrði meira í sumar. Allavega stefndi í það því þeir væru búnir að selja fleiri sæti nú heldur en á sama tíma í fyrra. Aukningin væri enn meiri frá Þýskalandi eða eitthvað um 30% milli ára miðað við sama tíma í fyrra. Þar væri að langmestu leyti um að ræða annars vegar ferðalanga á eigin vegum, sem kæmu hingað og ferðuðust um á bílaleigubílum, og hins vegar hótelhringferðir í kringum landið sem ferðaskrifstofan byði upp á.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.