Sveitir Rauðra varðliða, aðallega námsmenn og kennarar, fylkja liði fyrir framan mynd af Maó formanni í Peking 1966.
Sveitir Rauðra varðliða, aðallega námsmenn og kennarar, fylkja liði fyrir framan mynd af Maó formanni í Peking 1966.
Varðandi einstök atvik í stjórn málasögu Kína, sem Lilja nefnir í viðtalinu, er rétt að rifja upp, lesendum til glöggvunar, hina vestrænu stjórnmálaskýringu á menningarbyltingunni og valdabaráttu fjórmenningaklíkunnar svonefndu: Menningarbyltingin í Kína...

Varðandi einstök atvik í stjórn málasögu Kína, sem Lilja nefnir í viðtalinu, er rétt að rifja upp, lesendum til glöggvunar, hina vestrænu stjórnmálaskýringu á menningarbyltingunni og valdabaráttu fjórmenningaklíkunnar svonefndu:

Menningarbyltingin í Kína 1966 til 1969 var herferð sem Mao hratt af stað til að endurvekja byltingarandann, eyða stéttskiptingu og ráðast gegn skrifræði og endurskoðunarsinnum innan kínverska Kommúnistaflokksins. Námsmenn og kennarar mynduðu sveitir rauðra varðliða sem fóru um og boðuðu hugmyndir menningarbyltingarinnar meðal verkamanna og bænda. Miklar hreinsanir fóru fram innan Kommúnistaflokksins og tilraunir voru gerðar til að koma á alþýðulýðræði en þær enduðu flestar með stjórnleysi og blóðsúthellingum. Mao sá sig loks tilneyddan til að biðja byltingarmenn að hætta baráttunni eða kalla á herinn ella. Það varð til að auka mjög völd hersins og Lin Biao yfirhershöfðingja. Eftir dauða Maos 1976 voru flestir þeirra sem fordæmdir voru í menningarbyltingunni teknir í sátt og hún úthrópuð sem hrikaleg mistök.

Fjórmenningaklíkan er íslenska heitið yfir samtök fjögurra kínverskra stjórnmálamanna sem reyndu að taka völdin í landinu 1976. Þetta voru Wang Hongwen, Zhang Chunqiao, Yao Wenyuan og Jiang Qing, ekkja Maos. Fjórmenningaklíkan tilheyrði vinstri væng þeirra afla sem stóðu að menningarbyltingunni og voru þau handtekin fyrir samsæri gegn ríkinu og árið 1981 voru þau öll fundin sek um gagnbyltingarstarfsemi.

Heimild: Íslenska alfræðiorðabókin