Thar Nyut Oo og Bo Kyi frá Búrma, veittu friðarverðlaunum stúdenta viðtöku í Þrándheimi.
Thar Nyut Oo og Bo Kyi frá Búrma, veittu friðarverðlaunum stúdenta viðtöku í Þrándheimi.
FLESTIR vita að árlega eru veitt friðarverðlaun Nóbels í Noregi. Færri vita að Friðarverðlaun stúdenta eru þar veitt annað hvert ár í tengslum við stúdentahátíðina ISFiT.

FLESTIR vita að árlega eru veitt friðarverðlaun Nóbels í Noregi. Færri vita að Friðarverðlaun stúdenta eru þar veitt annað hvert ár í tengslum við stúdentahátíðina ISFiT.

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1999 og komu þá í hlut da Silva sem barist hefur fyrir mannréttindum á Austur-Tímor. Í ár voru það stúdentasamtökin ABFSU (All Burma Federation of Student Unions) í Burma sem hlutu verðlaunin fyrir störf í þágu mannréttinda í landinu og formaður þeirra, Min Ko Naing, en saga hans er átakanleg.

Allt frá því stúdentasamtökin ABFSU voru stofnuð árið 1936 hafa þau barist ötullega fyrir bættum aðstæðum stúdenta í Burma. En málefni stúdenta hafa ekki eingöngu verið á stefnuskrá samtakanna því frá upphafi hafa afskipti þeirra af stjórnmálum verið mikil.

Ógnarstjórn ríkir í landinu og hafa því samtökin starfað neðanjarðar síðan á sjöunda áratugnum. Min Ko Naing varð formaður samtakanna á níunda áratugnum og hóf strax öfluga baráttu fyrir auknum mannréttindum landa sinna. Árið 1988 gerðu stúdentar friðsamlega uppreisn um allt landið og kröfðust lýðræðis og mannréttinda. Þá örlagaríku nótt réðust hermenn að mótmælendum og hófu skothríð víðs vegar um landið og brutu mótmælin á bak aftur. Naing var handtekinn og dæmdur í 20 ára fangelsi í einangrun, fyrir áróður gegn stjórninni, þar sem hann er enn þann dag í dag. Frést hefur að hann sé við slæma heilsu og að allt frá fyrsta degi hafi hann orðið að þola vægðarlausar pyntingar.

Þó að Naing hafi setið í fangelsi síðan árið 1988 er hann enn álitinn formaður stúdentasamtakanna og fangelsun hans táknræn fyrir þau mannréttindabrot sem viðgangast í landinu. Undanfarin 12 ár hafa háskólar í Burma verið opnir í samtals 30 mánuði og hefur ógnarstjórnin þar með svipt þjóðina rétti sínum til mennta. Margir kennarar og vísindamenn hafa flúið land. Í júlí á síðasta ári var opinberlega greint frá því að háskólarnir væru opnir að nýju en í raun er aðeins um nám fyrir örfáa útvalda einstaklinga að ræða og hverjum þeim sem vogar sér að mótmæla stjórnvöldum er umsvifalaust vikið úr skóla. Þá hefur skólaárið verið stytt til muna, er aðeins þrír mánuðir, enda ekki til fjármagn til að halda þeim opnum lengur sökum þess að meirihluta þjóðartekna er varið í hernað.

Tveir samlandar Naing, þeir Thar Nyut Oo og Bo Kyi, veittu friðarverðlaunum stúdenta viðtöku í Þrándheimi.