[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
EURO NCAP, leiðandi stofnun á sviði árekstraprófana, hefur sent frá sér niðurstöður vegna nýrra árekstraprófana og í þeim hlýtur nýjasta kynslóð Renault Laguna fyrstur bíla fimm stjörnur. Sala á þessum bíl hefst í vor hér á landi.

EURO NCAP, leiðandi stofnun á sviði árekstraprófana, hefur sent frá sér niðurstöður vegna nýrra árekstraprófana og í þeim hlýtur nýjasta kynslóð Renault Laguna fyrstur bíla fimm stjörnur. Sala á þessum bíl hefst í vor hér á landi.

Einnig var skýrt frá niðurstöðum í prófunum á fimm litlum fjölnotabílum og nýjum Nissan Almera-fólksbíl.

Að baki Euro NCAP (New Car Assessment Program), er FIA, sem eru alþjóðasamtök bifreiðaeigendaklúbba, og stærstu landssambönd bifreiðaeigenda. Þetta er stærsta, óháða prófunarstofnunin í Evrópu á þessu sviði.

Vantrúaðir á fimmtu stjörnuna

Fram að þessu hafa bílar mest fengið fjórar stjörnur í prófun Euro NCAP, en fimmtu stjörnunni var bætt við einkunnaskalann á síðasta ári og um leið bílaframleiðendum í Evrópu sett enn háleitari markmið á sviði öryggismála. Til þess að hljóta fimm stjörnur verður bíll að standa sig framúrskarandi vel jafnt í árekstri framan á bíl sem og hliðarárekstri en auk þess einnig að bjóða upp á fullnægjandi höfuðvörn fyrir þá sem í bílnum eru. Sumir bílaframleiðendur lýstu því yfir þegar fimmta stjarnan var tekin upp á síðasta ári að ógerlegt væri að útbúa bíla með þeim hætti að allar stjörnurnar fimm fengjust.

Í árekstrarprófuninni fengu þrír litlir fjölnotabílar fjórar stjörnur, þ.e. Renault Scénic, Citroen Picasso og Nissan Tino. Nissan Tino skaraði fram úr öðrum bílum í þessum flokki. Mazda Premacy fékk þrjár stjörnur eins og Mitsubishi Space Star.

Nýr Nissan Almera fékk fjórar stjörnur í prófuninni.