DAGBÓK Háskóla Íslands 26. mars-1. apríl 2001. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu háskólans á slóðinni http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html.

DAGBÓK Háskóla Íslands 26. mars-1. apríl 2001. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu háskólans á slóðinni http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html.

Að lesa mannlíf í Timbuktú

Þriðjudaginn 3. apríl mun Örn Hrafnkelsson sagnfræðingur vera gestur á hádegisfundi Sagnfræðingafélagsins og flytja fyrirlestur er hann nefnir Að lesa þjóðlíf í Timbuktú: Um stafræna endurgerð dagblaða. Hádegisfundirnir fara fram í Norræna húsinu og hefjast kl. 12.05. Allir velkomnir.

Málstofa í sagnfræðiskor

Þriðjudaginn 3. apríl verður málstofa í sagnfræði haldin í stofu 423 í Árnagarði og hefst kl. 17. Sigríður Svana Pétursdóttir ræðir um alþýðulækningar á Íslandi, sem er MA-verkefni hennar.

Málstofa Hagfræðistofnunar

Miðvikudaginn 4. apríl kl. 16 mun Helgi Tómasson, viðskipta- og hagfræðideild, flytja fyrirlestur í málstofu Hagfræðistofnunar er hann nefnir Duration Analysis in Financial Markets. Málstofan fer fram á Aragötu 14.

Málstofa sálfræðiskorar

Miðvikudaginn 4. apríl flytur Friðrik H. Jónsson, Ph.D., dósent við sálfræðiskor Háskóla Íslands, fyrirlesturinn Álitamál í notkun viðbragðstíma við að mæla viðhorf. Málstofa sálfræðiskorar verður haldin alla miðvikudaga í vetur í Odda, stofu 201, kl. 12- 13. Málstofan er öllum opin.

Nýsköpun 2001

Fimmtudaginn 5. apríl kl. 15-17 verður haldinn kynningarfundur um Nýsköpun 2001-átakið í hátíðasal Háskóla Íslands. Þar verður verkefnið kynnt og samhliða því þjónusta við frumkvöðla í Háskóla Íslands.

Fræðslufundur á Keldum

Fimmtudaginn 5. apríl mun Sigrún Guðmundsdóttir, líffræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, flytja fyrirlestur er hún nefnir Lysteria monocytogenes? í matvælavinnslu og víðar. Fræðslufundir á Keldum eru haldnir á fimmtudögum kl. 12.30 á bókasafni Keldna.

Rabb Rannsóknastofu í kvennafræðum

Fimmtudaginn 5. apríl kl. 12 mun Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna, flytja fyrirlestur er hún nefnir Um sjálfsævisögur sem bókmenntaform. Rabbið fer fram í stofu 101 í Odda.

Gróðurframvinda í lúpínubreiðum

Fimmtudaginn 5. apríl mun Borgþór Magnússon flytja RALA-erindi er hann nefnir Gróðurframvinda í lúpínubreiðum. RALA-erindin fara fram í fundarsal RALA á Keldnaholti, 3. hæð, kl. 10-11 f.h.

Málstofa í læknadeild

Fimmtudaginn 5. apríl mun Þorbjörg Jensdóttir flytja fyrirlestur í málstofu læknadeildar. Fyrirlesturinn nefnist Drykkjarvörur og glerungseyðing. Málstofur í læknadeild fara fram í sal Krabbameinsfélags Íslands, efstu hæð, og hefjast kl. 16.15 en kaffiveitingar eru frá 16.

Málstofa efnafræðiskorar

Fimmtudaginn 5. apríl kl. 12.20 verður málstofa efnafræðiskorar haldin í stofu 158, VR-II, Hjarðarhaga 4-6 ( http://www.raunvis.hi.is/~marb/malstofa/index.htm). Dr. Shun Wada, Tokyo University of Fisheries, Japan, flytur erindið DHA and Flavor Analysis of Fish Oil as Our Future Trends in the Lipid World. Erindið verður flutt á ensku. Allir velkomnir.

Málstofa efnafræðiskorar

Föstudaginn 6. apríl kl.12.20 verður málstofa efnafræðiskorar haldin í stofu 158, VR-II, Hjarðarhaga 4-6 ( http://www.raunvis.hi.is/~marb/malstofa/index.htm). Emelía Eiríksdóttir, Efnafræðistofu, Raunvísindastofnun Háskólans, flytur erindi um MS-verkefni sitt.

Námskeið Endurmenntunarstofnunar HÍ

Umhverfismat í skipulagstillögum. Kennarar: Ásdís Hlökk Theódórsdóttir aðstoðarskipulagsstjóri og Matthildur Kr. Elmarsdóttir, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun. Tími: 6. apríl kl. 13-17.

Microstation - Grunnnámskeið Kennari: Daði Björnsson landfræðingur. Tími: 9. og 10. apríl kl. 9-17.

Lyklun heimilda I. Kennari: Þórdís T. Þórarinsdóttir MLS, bókasafns- og upplýsingafræðingur. Tími: 9. apríl kl. 12.30-17.30 og 10. apríl kl. 8-13.

Áhættustjórnun og spákaupmennska. Kennari: Haukur C. Benediktsson, sérfræðingur og stundakennari við HÍ. Tími: 9. og 10. apríl kl. 16-20.

Ofvirkni fullorðinna. Umsjón: Dr. Jón Friðrik Sigurðsson, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Kennari: Dr. Susan Young, réttarsálfræðingur hjá South London and Mudsley NHS-sjóðnum, sérfræðingur í ofvirkni fullorðinna. Tími: 4. apríl kl. 9-15.

Að skrifa vandaða íslensku - Hvernig auka má færni við að rita gott, íslenskt mál. Kennari: Bjarni Ólafsson, íslenskufræðingur og menntaskólakennari. Tími: Mið. 4., 18. og 25. apríl kl. 17-19.30 (3x).

Að skrifa barna- og unglingabækur. Kennari: Anna Heiða Pálsdóttir. rithöfundur og doktorsnemi í barnabókmenntum. Heimasíða: http://www.mmedia.is/ah/English.htm. Tími: Mán. og mið. 9. apríl-2. maí kl. 20-22.30 (7x).

Rafræn eignaskráning verðbréfa. Kennarar: Einar Baldvin Stefánsson lögfræðingur, Einar Sigurjónsson framkvæmdastjóri, Daði Bjarnason lögfræðingur og Einar Þórðarson tölvunarfræðingur, allir hjá Verðbréfaskráningu Íslands. Tími: 5. apríl kl. 16-20.

Virðisaukaskattur af byggingarstarfsemi. Kennari: Kristín Norðfjörð, lögfræðingur og skrifstofustjóri hjá Skattstjóranum í Reykjavík. Tími: 5. apríl kl. 8.30-12.30.

Vanskilainnheimta í TBR. Umsjón: Halldór J. Harðarson Ríkisbókhaldi. Tími: 5. apríl kl. 13-17 og 6. apríl kl. 9-13.

Heilbrigðislögfræði III. Vísindarannsóknir og miðlægur gagnagrunnur. Kennari: Dögg Pálsdóttir hrl. Tími: 2. apríl kl. 16.15-19.15.

Markaðssókn á lyfjamarkaði. Kennari: Sólveig Hjaltadóttir, viðskiptafræðingur og sérfræðingur í beinni markaðssókn hjá Íslandspósti hf. Tími: 5. apríl kl. 8.30-12.30.

Félagsþjónusta sveitarfélaga á tímamótum. Umsjón: Marta Bergman félagsráðgjafi. Fyrirlesarar: John Bolton, yfirmaður Joint Review sem sér um úttektir á félagsþjónustu sveitarfélaga í Englandi og Wales. Bolton talar á ensku.

Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri, Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi, Halldór Guðmundsson, formaður Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi, og Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri. Tími: 5. apríl kl. 9-16 og 6. apríl kl. 9-12.

Verkefnastjórnun I, Undirbúningur og áætlanagerð - Grundvallaratriði í verkefnastjórnun. Kennarar: Tryggvi Sigurbjarnarson ráðgjafarverkfræðingur og Helgi Þór Ingason Ph.D., véla- og iðnaðarverkfræðingur. Tími: 2. og 3. apríl kl. 8.30-17.

Innri gæðaúttektir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Kennarar: Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri hjá Vottun hf., og Einar Ragnar Sigurðsson, rekstrarráðgjafi hjá Ráðgarði hf. Tími: 4. og 5. apríl kl. 12-17.

Verkefnastjórnun II, Stýring og framkvæmd verkefna - Stjórntæki í verkefnum. Kennarar: Tryggvi Sigurbjarnarson ráðgjafarverkfræðingur og Helgi Þór Ingason Ph.D., véla- og iðnaðarverkfræðingur. Tími: 9. apríl kl. 8.30-17.

Vísindavefurinn

Hvers vegna? - Vegna þess!

Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við.

Leita má svara við spurningum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræðingar og nemendur í framhaldsnámi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er http://www.visindavefur.hi.is.